Blik - 01.05.1962, Síða 250
248
B L I K
arvertíð. Þessi hugmynd var
samþykkt einróma á fundinum.
Á þessum fundi var sama
stjórnin kosin með 24—28 at-
kvæðum.
Deilt hafði verið á stjórnina
fyrir of mikið mannahald við
rekstur íshússins. Það leiddi m.
a. til þess, að stjómin afréð á
fundi sínum 7. marz 1931 að
segja upp öllum starfsmönnum
Isfélagsins með þriggja mánaða
fyrirvara. Síðan voru þeir Páll
Seheving, annar vélstjóri við ís-
húsið, og Kristmann Þorkels-
son, afgreiðslumaður, ráðnir
framvegis, en Högni Sigurðsson
í Vatnsdal, sem verið hafði
starfsmaður Isfélagsins frá
stofnun þess og fyrsti vélstjóri
frá 1908, látinn hverfa frá
störfum að öllu leyti í þágu fé-
lagsins.
Það þótti bera vott um fram-
farir og endurbætur á daglegum
vinnuháttmn í íshúsinu, er
stjómin keypti járnvindu til
þess að lyfta upp á götuhæð (að-
alhæð) hússins síld þeirri, sem
fryst var í kjallara. Áður hafði
henni verið lyft upp á handafli,
er hún var afgreidd til báta.
Á vertíð 1931 lét stjórn Is-
félagsins kaupa lifur af bátum
upp í beituskuldir eða daglega
úttekt á beitu. Gafst það vel.
Þannig grynntu ýmsir á skuld-
um sínum við félagið. Tveir
stjórnarnefndarmenn Isfélags-
ins áttu saman bræðsluskúr, og
þar var brædd lifur sú, sem fé-
lagið keypti. Kaupverðið var 20
aurar líterinn af lifrinni.
I ágústmánaðarlok 1931 réði
stjórnin Friðrik Þorsteinsson,
bókhaldara Isfélagsins, gjald-
kera og afgreiðslumann. Hann
átti að annast afgreiðslu í búð
félagsins frá kl. 9 að morgni til
7 að kvöldi, afgreiða síld, ann-
ast dagleg fjármál félagsins og
reikningshald. Ef hann kæmist
ekki yfir allt þetta starf, átti
hann að hafa leyfi og vald til
að kalla til hjálpar sér vél-
gæzlumennina. Einnig átti hann
að hafa aðstoðarmann fastan
einhvem hluta af síldarvertíð-
inni, meðan mest var að gera.
Nú var hin herfilegasta kreppa
í öllu viðskiptalífi ríkjandi, sem
vitað er, og var þessi samdrátt-
ur í mannahaldi Isfélagsins ein
af kreppuráðstöfunum stjórnar-
innar. Fleira kom einnig til.
Fyrr er þess getið, að stjóm-
in lét höfða mál á Óskar Hall-
dórsson vegna meintra svika
varðandi síldarviðskipti. Nokkru
síðar stofnsetti Óskar íshús í
Eyjum og rak í samkeppni við
Isfélagið. Einnig spratt upp
annað íshús, sem Ástþór Matt-
híasson var talinn eigandi að.
Isfélagið átti því við keppinauta
að etja. Þess vegna þurfti að
spara á sem flestum sviðum
í rekstrinum. T. d. var aðstoð-
ar-vélgæzlumaður Isfélagsins
aðeins ráðinn, meðan annir