Blik - 01.05.1962, Síða 252
250
B L I K
þessum bæði hér og á Siglu-
firði. Aðilarnir gera kröfur
hvor til annars eftir boðum Út-
vegsbankans, bæði aðalbankans
í Reykjavík og útibúsins hér.
Isfélagsstjórnin á í vök að verj-
ast, og þeir sem þekktu vel
Ólaf Auðunsson, formann Is-
félags Vestmannaeyja, gætni
hans, hyggindi og tortryggni í
viðskiptum, þegar því var að
skipta og hann hafði ástæðu til,
spá honum sigri og ísfélags-
stjórninni í þessum hráskinna-
leik.
Svarskeyti, sem Isfélags-
stjórnin sendi Óskari Halldórs-
syni h.f. eftir fund sinn 25.
júlí 1932, er þrungið af tor-
tryggni og gætni, enda hafði
stjórnin ástæðu til að vera það
gagnvart þessum aðila. Þó vildi
hún ekki afsala sér öllum við-
skiptum við hann sökum aðild-
ar Útvegsbankans að tafli
þessu. Stjórnin svaraði Óskari
Halldórssyni 'h.f., Reykjavík,
með þessu skeyti:
„Samþykkjum síldarkaupin
samkvæmt gærskeyti yðar með
öllum þargreindum skilyrðum
og ákvæðum, að því tilskyldu,
að Útvegisbankinn leigi yður
frystihúsið Bakka Siglufirði
þetta ár, að síldin verði afhent
við bryggju hér og flutt með
kæliskipi, og greiðist síldin með
þriggja mánaða víxli vaxtafrí-
um ásamt vigtarvottorði og
farmskírteini hér, þó að tilskildu
vottorði umboðsmanns vors á
Siglufirði um að síldin sé góð
vara, enda ihafi umboðsmaður
vor á Siglufirði rétt til eftirlits
með, að öll síld, sem vér kaup-
um af yður sé fyrsta flokks
vara, vel fryst og veidd fyrir
Norðurlandi. Klaki á síldinni sé
ekki yfir 8 mest 10 prósent. —
Við fáum nú þegar endurgjalds-
lausan umráðarétt og lyklavöld
að frystihúsi yðar hér. Áskiljið
okkur rétt til þér geymið fyrir
oss 500 tunnur af hinni keyptu
síld til febrúarloka endurgjalds-
laust, en síld þessa greiðum vér
gegn greiðsluvottorði, eftir að
afhending á þessum 1500 tunn-
um hefur farið fram að frá-
dregnum kr. 3000,00, sem greið-
ast við afhendingu síldarinnar.
I leigusamningi yðar um Bakka-
húsið við Útvegsbankann sé
sett ákvæði um, að þér séuð
skuldbundinn til að frysta fyrst
af öliu þær 2000 tunnur, er þér
seljið oss, og að þér hafið ekki
heimild til að ráðstafa þeim til
annarra. Samningur þessi um
síldarkaup er bundinn því skil-
yrði, að við náum samningum
við Útvegsbankann um leigu á
frystihúsi Ástþórs hér. Morgun-
svar.
Isfélag Vestmannaeyja.“
Jafnframt þessu skeyti sendi
Isfélagsstjórnin Útvegsbankan-
um í Reykjavík svohljóðandi
skeyti: