Blik - 01.05.1962, Side 254
252
B L I K
Jón Einarsson, kaupm., varamaður i
stjórn ísfélagsins um árabil
voru þó allir ánægðir. Sigurður
Gunnarsson lýsti t. d. yfir þvi
og bað bókað, að hann „áliti
kosninguna ólögmæta og
falska.“
I byrjun vertíðar 1933 var
það stjórninni mikið áhyggju-
efni, hvemig hún gæti tryggt
félaginu greiðslu útgerðar-
manna á þeirri beitusíld, sem
hún seldi þeim. Helzta ráðið
var að skuldbinda þá til að af-
henda Isfélaginu afurðir upp í
andvirði síldar, svo sem lifur,
lýsi frá þeim, sem bræddu sjálf-
ir, eða þá saltfisk.
I marzmánuði á vertíðinni
1933 nam beitusala ísfélagsins
um það bil 5 smálestum á dag
eða 50 tunnum. Þá var í al-
vöru rætt um að hætta rekstri
íShússins vegna fjárhagserfið-
leika, og afréð þess vegna
stjómin að segja starfsmönn-
unum upp starfi með þriggja
mánaða fyrirvara frá 2. marz
að telja, þeim Páli Scheving og
Friðriki Þorsteinssyni. Stjórnin
sá sitt óvænna um framtíð Is-
félagsins, því að ekki linnti
kreppunni og skuldasúpan, sem
afskrifa þurfti vegna aflabrests
og fátæktar, varð æ meiri ár
frá ári. Eftir vertíðina 1933
kom í ljós, að strika varð út
skuldir, sem námu kr. 12.809,46
auk þeirra, sem gefnar höfðu
verið eftir árið áður, eða sam-
tals kr. 20.329,37. Þetta var í
rauninni geysimikið fé á þess-
um ámm. Stjómin var öll sam-
mála um, að allar þessar inn-
stæður hjá öðrum væra tapað-
ar.
Fyrri hluta sumars 1933
hafði stjóm ísfélagsins borizt
bréf frá Þorsteini Johnson,
kaupmanni, þar sem spurzt var
fyrir um það, hvort til mála
kæmi, að íshús Isfé'lagsins feng-
ist keypt ásamt lóðarréttindum.
I ljós kom, að enskt félag hafði
hug á að kaupa íshúsið með öll-
um lóðarréttindum þess. I júli
mætti Þorsteinn Johnson síðan
á stjórnarfundi Isfélagsins og
reifaði nánar þetta mál. Stjórn-
in afréð þá, að bera mál þetta
undir aðalfund og láta hann
skera úr um söluna. Sá fundur
var haldinn þá bráðlega. Fund
þann sátu um 90 félagsmenn.
Mikið var þar rætt efni bréfsins