Blik - 01.05.1962, Page 255
B L I K
253
og hvort selja skyldi ísfélags-
eignimar. Helgi Benediktsson
bar fram þá tillögu, að íshúsið
yrði ekki selt. Nafnakall varð
afráðið um tillöguna. Var þar
samþykkt með 44 gegn 3 at-
kvæðum að selja ekki íshúsið.
Aðrir fundarmenn vírðast hafa
setið hjá við þessa atkvæða-
greiðslu, þó að það sé ekki tek-
ið fram.
Þegar kosið var 1 stjórn á
fundi þessum, fékk Ólafur Auð-
unsson mn 90 atkv. en aðrir
stjórnarmenn um helming at-
kvæða á við hann og knappt
það. Þetta mikla atkvæðamagn,
sem Ólafur fékk, sannar enn
hið mikla traust, sem félags-
menn báru til hans, hygginda
hans og þrautseigju, dugnaðar
og gætni. Með þessum fundi
var setu Magnúsar Guðmunds-
sonar lokið í stjórn ísfélagsins.
Hafði hann þá setið í stjórn
þess um 30 áx. I hans stað
hlaut sæti í stjórninni Hannes
Hansson, útgerðarmaður á
Hvoh, sem varð varaformaður
ísfélagsins. Þegar eftir stjórn-
arkjör hurfu svo margir menn
af fundi, að hann varð ekki
ályktunarfær um önnur mál.
Gæti það bent til þess, að ýmsir
hafi verið óánægðir, enda þótt
þeir létu ekki á neinu bera og
sætu hjá við atkvæðagreiðsluna
um sölu íshússins.
Sumarið 1933 urðu manna-
skipti við íshúsið. í stað Páls
Schavings tók nú Bogi Matthías-
son á Litlhólum að sér vél-
gæzluna og honum til aðstoðar
Halldór Eyjólfsson frá Sunnu-
hhð.
Þá réði stjórnin framkvæmda-
stjóra fyrir íshúsið frá 9. ágúst
1933, Jóhannes Brynjólfsson
frá Lundi.
Þegar hér er komið sögu, hef-
ur Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga eignazt íshús Ást-
þórs Matthíassonar.
Milh ísfélagsins og S.I.S.
virðist hafa ríkt hin bezta sam-
vinna um rekstur íshúsanna og
sölu síldarinnar og enginn sam-
keppniskali náð að þróast þar.
(Sjá augl. í Víði 27. jan. 1934).
Sumarið 1934 hreyfði for-
rnaður Ólafur Auðunsson þeirri
hugmynd á stjórnarfundi, að
íshús Isfélagsins væri hinni
miklu útgerð í Eyjum ófuh-
nægjandi, svo að nauðsyn bæri
til að hefjast handa um ný-
byggingu íshúss. Stjórnin var
öll á einu máli um það, að rétt
væri að taka þetta mál til
gaumgæfilegrar athugunar,
enda þótt Isfélagið ætti ekki
einn eyri í byggingarsjóði. For-
maður arkaði þegar á fund
bankastjórans, Viggós Björns-
sonar, reifaði málið við hann
og spurðist fyrir um lán hjá
bankanum til byggingarfram-
kvæmda.
Bankastjórinn tók vel í mála-
leitan þessa og taldi miklar lík-