Blik - 01.05.1962, Page 256
254
B L I K
ur til, að bankinn lánaði fé til
framkvæmdanna, ef tök væru
á að færa líkur að því, að nýja
íshúsið gæti borið sig f járhags-
lega.
Umboðsmaður firmans Th.
Sabroe í Árhúsum var staddur
í Reykjavík um þessar mundir.
Formaður náði þegar til hans
og fékk hann til Eyja með
næstu ferð. Hann hafði með sér
teikningar og gat gert kostnað-
aráætlun fyrir stjómina um
það, hve þetta fyrirhugaða
frystihús mundi kosta. Án véla
áætlaði hann byggingarkostn-
aðinn kr. 25.000,00, eða fimmt-
ungi hærri upphæð en ísfélagið
hafði orðið að afskrifa af skuld-
um félagsmanna árin 1932 og
1933. Allan kostnað með vélum
og öðru áætlaði umboðsmaður-
inn kr. 50—60 þúsundir. Stjóm-
in afréð að leggja málið fyrir
aðalfund, sem halda skyldi 23.
júní (1934).
Þessi aðalfundur varð hinn
markverðasti. Viggó Björnsson
bankastjóri lét þar í ljós það
álit sitt, að saltfiskmarkaðurinn
mundi þrengjast og þess vegna
yrði það nauðsynlegt útvegi
Eyjamanna að bæta alla að-
stöðu til ferskfisksölu, eins og
þar var þá komizt að orði. Is-
félagið þyrfti því að hefja ís-
framleiðslu og byggja ís-
geymslu með fullkomnum hrað-
frystitækjum. Flestir fundar-
menn voru bankastjóra sam-
mála, þó að andstæðar raddir
létu til sín heyra á fundinixm.
Svohljóðandi tillaga kom
fram á fundinum frá Georg
Gíslasyni kaupmanni, sem þá
stundaði útflutning á nýjum
fiski í kössum og geymdi vör-
una hjá ísfélaginu milli ferða
til Englands:
„Fundurinn felur stjóminni að
rannsaka möguleika til þess að
byggja við hús félagsins til ís-
framleiðslu og geymslu á nýj-
um fiski, og kaupa vélar og
annað, sem til þess þarf, og
leggja fyrir félagsfund svo
fljótt, sem auðið er. Jafnframt
að rannsaka kostnað á hrað-
frystitækjum.“
Tillaga þessi var samþykkt
með öllum greiddum atkvæðum.
Mjög sérstætt mál lá fyrir
fundi þessum. I ljós hafði kom-
ið, að tveir arðmiðastofnar
fylgdu sumum hlutabréfum Is-
félagsins og þannig hafði tvö-
faldur arður verið greiddur út
á sum hlutabréfin. T. d. var því
svo varið með bréf Þorsteins
Jónssonar í Laufási, sem krafð-
ist rannsóknar á máli þessu.
Það gerðu einnig endurskoð-
endur félagsins. Ástþór Matthí-
asson bar fram á fundinum svo-
látandi tillögu:
„Með því að upplýst er, að
tvennir arðmiðastofnar fylgja
allmörgum hlutabréfum félags-
ins, samþykkir fimdurinn að
fela stjómiimi að gera tafar-