Blik - 01.05.1962, Page 257
B L I K
255
laust gagnskör að þvi að höfða
ógildingarmál gegn handhöfum
allra arðmiðastofna, og að því
máli gengnu að gefa út nýja
arðmiðastofna. Álítist önnur
leið heppilegri og ódýrari, en
með sömu verkunum, heimilast
stjórninni að sjálfsögðu að fara
þá leið.“
Tillagan var samþykkt í einu
hljóði.
Ennfremur bar ísleifur Högna-
son, endurskoðandi félagsins,
fram svo’hljóðandi tillögu:
„Fundurinn samþykkir að
fela stjóminni að láta rannsaka
og draga til ábyrgðar þá menn,
sem með fölsuðum arðmiðum
ísfélags Vestmannaeyja hafa
dregið sér fé þess.“
Tillagan var samþykkt.
Einum af stjómendum fé-
lagsins var síðan falið að láta
framkvæma rannsókn þessa.
Sú rannsókn leiddi það í ljós,
að einn af hluthöfum Isfélags-
ins hafði stolið arðmiðum til
þess, að bezt verður séð, að ná
sér í aukaarð af tekjum félags-
ins og veita öðmm hluthöfum
nokkra hlutdeild í þýfi þessu.
Eftir aðalfund þennan skip-
uðu þessir menn stjórn Isfélags
Vestmannaeyja:
Hannes Hansson, Ólafur Auð-
unsson, Ástþór Matthíasson,
Jón EinarSson og Jónas Jónsson.
Stjórn þessi vann nú ötullega
að því að breyta og endurbæta
þjónustu félagsinis við útveg
Eyjamanna. Hún vann að því
að kynna sér gerð hraðfrysti-
húsa og rekstur. Einnig að út-
vega Isfélaginu lán til bygging-
arframkvæmda. En nú vom
kreppuár í landi og allur rekst-
ur með fádæmum erfiður. Til
þess að tryggja Isfélaginu
greiðslu á þeirri síld, sem lánuð
var útgerðarmönnum, tók
stjórn félagsins tryggingu í
allri lifur útgerðarmanna, sem
þeir lögðu inn á einum og sama
stað, hjá Lifrarsamlagi Vest-
mannaeyja, sem var eitt af
styrkustu stoðum útvegsins í
Eyjum frá fyrstu tíð (1932) og
ávallt síðan, því vaxið fyllilega
að sanna gildi samtaka og sam-
laga í atvinnurekstri.
Þrátt fyrir þessi tögl og þess-
ar hagldir, sem stjórnin áskildi
sér um greiðslur á andvirði
beitusíldarinnar, þá þurfti hún
að ráða til sín lögfræðing sum-
arið eða haustið 1934 til þess
að innheimta skuldir með mál-
sóknum. Þær námu yfir 20 þús-
undum króna, óreiðuskuldirnar,
sem stjómin og lögfræðingur
hennar fjölluðu um að þessu
sinni, frá 29 krónum upp í
5500 krónur hjá einstaklingum
og hagsmunasamtökum í bæn-
um. Gefið var eftir nokkuð af
útistandandi skuldum með því
að meirihlutinn fékkst greidd-
ur. Sumum var stefnt og
skuldamálin látin ganga sér til
húðar.