Blik - 01.05.1962, Page 258
256
B L I K
Þetta haust (1934) tryggir
stjórnin síldina í íshúsinu fyrir
kr. 76000,00 frá 1. sept. til 1.
apríl 1935 og fyrir kr. 36000,00
frá 15. maí fram á haustið. I
byrjun vertíðar 1935 var síld
hvergi að fá innanlands. Þá
keypti stjórnin 500 tunnur af
beitusíld frá Noregi. Þau við-
skipti gátu þá tekið æðilangan
tíma, því að imiflutnings- og
gjaldeyrisleyfi þurfti með. For-
maður ísfélagsins þekkti Norð-
mann, búsettan í námunda við
Björgvin. Hann hafði dvalizt
hér um skeið. Til hans var jafn-
an leitað til að festa kaup á
norsku beitusíldinni, sem oftast
var keypt í Björgvin og flutt
til Eyja með e/s Lyru.
Á vertíð 1935 skiptu 54 bátar
við ísfélagið. Þá vertíð fékk
ísfélagsstjórnin innflutnings-
leyfi fyrir 300 tunnum síldar í
stað 500, sem hún bað um, og
gjaldeyri krónur 5400,00 til
greiðslu á síldinni. Enginn fékk
þessa síld keypta nema hann
hefði gert fullnægjandi skil við
Isfélagið á fyrri skuldum sín-
um, eða sett nægilegt veð fyrir
þeim í lifur, fiski eða öðrum
eignum.
Fyrst gerði stjórnin kröfu til
að fá veð í allri lifrinni, líka
hlut sjómannanna. Það olli mik-
illi óánægju, svo að stjórnin
varð að láta sér nægja % af
lifrinni til tryggingar greiðslu
skulda eða lána.
Hannes Hansson, Hvoli.
Á aðalfundi 1935 var stjórnin
öll endurkosin. Hún þótti hafa
staðið sig vel undir forustu
Ólafs Auðunssonar, eins og tím-
arnir voru þá með afbrigðum
viðsjálir og erfiðir.
Hannes Hansson, sem var
varaformaður stjórnarinnar,
hafði þar sérstöku máli að
gegna. Hann var látinn hafa
það starf að tala máli fé-
lagsins við útgerðarmenn og
afla ísfélaginu viðskipta við þá.
Þetta var ekki vandalaust starf,
svo að félaginu væri einhver
akkur í því, en viðskiptalífið
allt ,,válynt“ á krepputímunum.
Hannesi fórst starfið vel úr
hendi, enda hygginn og skyn-
samur, ötull og duglegur.
I febrúar 1936 var söluverð