Blik - 01.05.1962, Page 260
258
B L I K
Ó'lafur AuÖunsson.
hennar, því að sjálfsögðu verð-
ur stjórn félagsins að gera sitt
ítrasta til þess að halda síldinni
við, svo að hún geti orðið not-
hæf beita næstu vertíð, og hlýt-
ur það að sjálfsögðu að verða
mikill kostnaðarauiki fyrir fé-
lagið.
Við það að fara yfir hlut-
hafaskrá félagsins kemur í
ljós, að af 660 hlutabréfum,
eiga útgerðarmenn um 185
hlutabréf eða um 28% af hluta-
bréfatölunni.
Þá þess er gætt, að það eru
aðeins nokkrir útgerðarmenn,
sem eru viðskiptamenn félags-
ins, sem hafa farið fram á
framan greinda eftirgjöf, sem
gæti leitt til þess, að félagið
liði stórtjón af, þá lít ég svo á,
að stjórn ísfélagsins skorti alla
heimild til að lána út frá félag-
inu um 45000 króna án sam-
þykkis meirihluta hlutabréfa-
eigenda, því að slíkt fordæmi
hefur aldrei verið gefið fyrr.
Auk þess álít ég, að félaginu sé
komið í svo mikla f járhagsörð-
ugleika með því að veita þetta
lán, að það jafnvel geti tapað
því trausti, sem það nú hefur
hjá bönkum, sem ekki má koma
fyrir.
Með skírskotun til framanrit-
aðs lýsi ég mig mótfallinn fram
angreindri lánbeiðni . ... “
Síðan afréð stjórnin að boða
til aukafundar í Isfélaginu um
mál þetta. Þessi aukafundur
var haldinn 4. maí 1936. Meiri
hluti stjórnarinnar, þeir Ólafur
Auðunsson, Hannes Hansson og
Ástþór Matthíasson, mæltu á
móti því, að útgerðarmönnum
yrði veittur greiðslufresturinn,
en Jónas Jónsson mælti með
því. Allir stjórnarmenn munu
ekki hafa setið fund þennan og
aðeins Vs hluthafanna. Fundur-
inn fól stjóm ísfélagsins og
Útvegsbændafélagsins að finna
lausn á þessu vandamáli út-
vegsmanna í félaginu. Það
munu þær hafa gert án þess að
viðskiptatraust Isfélagsins yrði
skert á nokkurn 'hátt. Isfélagið
fékk síldina greidda og gat
staðið í skilum með skuldbind-
ingar sínar, eins og formaður
stefndi að og ætlaði sér.
Sumarið 1936 var tvívegis
boðað til aðalfundar í Isfélag-
inu en án árangurs. Þá tók