Blik - 01.05.1962, Síða 263
B L I K
261
vinnubrögðum og ekki sízt, er í
hlut átti elzta vélknúna íshúsið
á landinu og stærsta verstöð
landsins. En Fisk'málanefnd
hafði þá stefnu yfirleitt að lána
ekki fé til þess að endurbæta
eða breyta gömlum íshúsum í
nýtízku hraðfrysti'hús, heldur
veita lán til bygginga á nýj-
um frystihúsum. Þó höfðu sér-
fræðingar Fiskimáianefndar
sagt nefndinni, eftir að þeir
höfðu verið í Vestmannaeyjum
haustið 1937, að íshús ísfélags-
ins væri það eina frystihús í
Eyjum, sem kæmi til mála að
lána fé til nýbyggingar og breyt-
inga á því, sem fyrir væri. For-
maður lýsti yfir því á stjórnar-
fundi þessum, að skeyti Fisk-
sölusamlags Vestmannaeyja til
Fiskimálanefndar sent í apríl
1937 hafi komið í veg fyrir, að
lánbeiðni Isfélagsms var tekin
til afgreiðslu í Fiskimálanefnd,
því að í skeytinu hafi verið
beiðni um styrk til að koma upp
nýju hraðfrystihúsi í Eyjum.
Jafnframt hefðu tveir kunnir
Vestmannaeyingar spillt þvi í
viðtali við skrifstofustjóra
Fiskimálanefndar, að lánbeiðni
ísfélagsins yrði sinnt.
Annar þessara manna sat
stjórnarfund ísfélagsins, þegar
formaður lét þessa vitneskju
sína í ljós, og mótmælti hann
þvi þegar, að þessi áburður væri
sannur. Hins vegar viðurkenndi
hann, að hann hefði lýst yfir
hlutleysi sínu í málinu. Kemur
það æði kynlega fyrir, þar sem
hann var einn af stjórnendum
Isfélagsins og bar að gæta
hagsmuna þess.
Eftir nokkra daga var nú haf-
izt handa um byggingarfram-
kvæmdir. Ólafur A. Kristjáns-
son hafði áætlað, að kostnaður
v.'ð að steypa eina hæð á kjall-
arann, sem þegar hafði verið
steyptur, mundi kosta kr.
20.000,00 alls. Ársæli Sveins-
syni og Eiríki Ásbjörnssyni var
falið að hafa á hendi umsjón
byggingarframikvæmdanna fyrir
hönd stjórnarinnar. Guðmund-
ur Böðvarsson var ráðinn timb-
urmeistari og Óskar Kárason
múrarameistari.
Meðan á byggingarfram-
kvæmdum stóð var skrifstofa
ísfélagsins flutt að Mandal.
Verkinu skyldi lokið fyrir miðj-
an maímánuð s. á. eða eftir
rúman hálfan annan mánuð. Að
mestu var þeim framkvæmdum
lokið mánuði síðar en ætlað
var. Ingólfur Espólín mun hafa
haft á hendi eftirlit með bygg-
ingunni f. h. Fiskimálanefndar,
en aðaltrúnaðarmaður hennar
var Axel Kristjánsson, ráðu-
nautur nefndarinnar.
í októbermánuði 1938 lá loks
fyrir skýlaust heit Fiskimála-
nefndar tun 25 þúsund króna
lán til ísfélagsins, gegn því skil-
yrði m. a. að nefndin sjáLf fengi
einkarétt til að selja þann fisk,