Blik - 01.05.1962, Page 264
262
B L I K
sem hraðfrystur yrði í íshúsi
ísfélagsins á þess eigin kostnað.
Útvegsbankinn hér lánaði Is-
félagmu rekstrarfé eins og svo
oft áður, þegar innheimta þess
á útistandandi skuldum gekk
erfiðlega. Svo var það haustið
1938. Einnig veitti Útvegsbank-
inn hér tíðum bankaábyrgð fyr-
ir greiðslu á beitusíld, þegar
hún var keypt frá Noregi.
þannig var sú stofnun oftast
þrautalendingin, þegar á reyndi.
Fyrir stjórnarfundi 23. sept.
1939 lá bréf frá Ársæli Sveins-
syni, þar sem hann spyrst fyrir
um það, hvort fasteignir Isfé-
lagsins með vélum muni vera
falar fyrir kr. 92500,00. Meiri-
hluta stjórnarinnar þótti verð-
tilboðið allt of lágt. Þó sam-
þykkti stjórnin að leggja málið
fyrir aðalfund, sem halda skyldi
þá á næstunni.
Þrem dögum síðar var svo
haldinn aðalfundur félagsins í
Samkomuhúsi Vestmannaeyja.
Þar voru m. a. lagðir fram
reikningar fyrir árin 1937 og
1938. Áhugi félagsmanna þá á
tilveru og hag ísfélagsins virð-
ist hafa verið mjög lítill, enda
fjárhagur þess þröngur og
rekstur þess ákaflega erfiður.
Svo hafði það verið s.l. 9 ár
eða frá upphafi kreppunnar. Þó
verður ekki sagt, að efnahagur
þess hafi staðið sérstaklega
höllum fæti, því að eignir fé-
lagsins voru miklar og mun
meiri en skuldirnar. En mikið
hafði verið afskrifað af eignum
félagsins undanfarin ár, og
rnest af þeim sökrnn sýndu
reikningar félagsins töluverðan
halla á rekstrinum, enda mikið
tapazt af útistandandi skuldum,
eins og áður er drep’ð á. Þegar
reikningar félagsins 1937 voru
bomir undir atkvæði, sátu flest-
ir fundarmenn hjá og greiddu
ekki atkvæði. Þeir voru sam-
þykktir með fáum atkvæðum.
Miklar umræður urðu um
reikningana 1938 og deilt fast á
stjórnina fyrir störf hennar, en
fullyrða má, að formaður fékk
ekki haldið stefnu sinni um hag
og rekstur félagsins sökum eig-
inhagsmunabaráttu og hlut-
drægni vissra áhrifamanna í fé-
laginu. T. d. fékk hann því ekki
ráðið, að félagið mætti taka
geymslugjald fyrir síldina, sem
vissir félagsmenn áttu mánuð-
um saman í íshúsinu.
Þegar reikningarnir 1938 voru
fyrst bornir undir atkvæði,
fékkst ekkert atkvæði greitt.
Við aðra tilraun voru þeir sam-
þykktir með 5 atkvæðum gegn
engu. Stjómin hafði nokkur
undanfarin ár fengið að launum
kr. 1000,00 á ári. Á fundi þess-
um var samiþykkt með 4 at-
kvæðum samhljóða, að laun
stjórnarinnar yrðu felld niður,
þó vom 65 atkvæðisbærir menn
á fundi. Þessi deyfð og þumb-
araskapur á fundinum sannar