Blik - 01.05.1962, Síða 265
B L I K
263
okkur hinn neikvæða anda, sem
nú ríkti orðið í félagsskapnum.
Enda voru nú komnir til ýmsir
þeir menn í félagsskapinn, sem
okkur koma kynlega fyrir í
þessum félagssamtökum, og
reyndu þeir srnnir hverjir að
;,fiska“ eftir mætti í hinu „ó-
hreina vatni.“
Ólafur Auðunsson lýsti yfir
því á fundinum, að hann tæki
ekki við endurkosningu í stjórn
félags ns. Það gerði einnig Ei-
rikur Ásbjörnsson. Kosningu
hlutu að þessu sinni:
Tómas M. Guðjónsson, Helgi
Benedktsson, Kjartan Guð-
mundsson, Ársæil Sveinsson og
Eiríkur Ásbjörnsson. Þeir fengu
38—50 atkvæði. Varamaður
varð Georg Gíslason með 16
atkvæðum, Eiríkur endurtók
yfirlýsingu sína, að hann tæki
ekki við kosningu í stjórn.
Varðandi kauptilboð Ársæls
Sveinssonar kom fram sú til-
laga frá Guðlaugi Gíslasyni, að
kosin yrði þriggja manna nefnd
til þess að athuga fjárhag fé-
lagsins og rekstur, hvort tök
væru á að koma honum í betra
horf eða hverfa að því ráði að
selja fyrirtækið, ef viðunandi
boð fengist. Tillaga þessi var
samþykkt með öllum þorra at-
kvæða mótatkvæðalaust.
í þessa rannsóknarnefnd voru
kosnir þeir Guðlaugur Gíslason,
ísleifur Högnason og Páll Þor-
bjömsson.
Látum við svo lokið 3. kafla
sögunnar, með því að þáttur
Ólafs Auðunssonar er á enda
og hann meðtekið umbun fyrir
vel unnin störf, mikla fórnfýsi
og brennandi áhuga á framtíð-
arhag félagsins.
Þ. Þ. V.
SPAVG
Eva, dóttir séra Páls skálda,
prests að Kirkjubæ í Vestmanna-
eyjum, var einu sinni að snúa band
í kveiki í lýsislampa. Gekk henni
það heldur illa og orti þá þessa
vísu:
Heyrðu snöggvast, skollaskarn,
—• skrafa ég lítið gaman —:
Til þín Ijósa- taktu -garn,
það tollir aldrei saman.
O
Guðrún „skálda" systir Evu var
cinu sinni stödd í Bryde-búð í Eyj-
um. Þrengdu þá búðarstöðumenn
eitthvað að henni. Þá kvað hún:
Orð hér hvölfast ekki góð,
yður skrattinn flengir.
Hvaða bölvað strákastóð!
Standið þið fjcer mér, drengir.
•
Maður austur á Fljótsdalshéraði
hét Gísli og var kallaður „rusl".
Um hann kvað Páll Ólafsson skáld:
íslenzk pisl með usl og busl
ypptir sljóum frama.
Gísli er Gísli, rusl er rusl,
reyndar þó hið sama.
4