Blik - 01.05.1962, Page 294
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:
Púað a loðinn Ijóra
Ársrit Gagnfræðaskólans hef-
ur jafnan seilzt eftir að halda
til haga og geyma ýmislegt,
sem varðar framtak einstak-
linga hér í Eyjum á fyrsta
fjórðungi þessarar aldar. Segja
má, að fram að aldamótunum
hafi líf og starf Eyjabúa verið
tilbreytingarlítið og athafna-
snautt, hjakkað í sama farinu
áratug eftir áratug með færis-
stúfinn, háfinn, örlitlar tún-
svuntur og gróðurlausan út-
hagann, mergsognir af dönsk-
um selstöðukaupmönnum.
Þessi einkenni þjóðlífsins ís-
lenzka á sínum tíma skilgreindi
skáldið með þessum ljóðlínum:
Hrotið er hátt í hverri kró,
hrekkur upp stöku maður þó,
púar á loðinn ljóra.
Og annað þjóðskáldið okkar
lýsir athafna- og framtaksleys-
inu með þessum orðiun:
Svartrar svefnhettu síruglað
mók.
Allt tók þetta ástand ótrú-
lega snöggum og miklum breyt-
ingum hér með Eyjabúum, þeg-
ar þeir almennt hófu veiðar með
línu, — og þó alveg sérstaklega,
þegar vélbátamir komu til sög-
unnar.
Ekki skorti fólkið dugnaðinn
og þrautseigjuna, þegar þeir
góðu eiginleikar hættu að fara
á mis við tækni og tök og táp-
mikla forustu.
Einn var sá maður í Eyjum,
sem átti mjög ríkan þátt í þess-
um miklu breytingum. Hann
hrökk upp þegar á æskuskeiði
og púaði á loðna ljórann, leit
til veðurs. Hann undi illa drung-
anum og svefnhettumókinu.
Þetta var Gísli J. Johnsen. Með
því að hann var hér um tíma
umsvifamesti kaupsýslu- og út-
gerðarmaður og greiddi útsvar
í hreppssjóð meir en nokkur
annar einstaklingur,* þá er ekki
* Árið 1917 greiddi Gásli J. John-
sen t. d. kr. 8000,00 útsvar í
hreppssjóð og nam sú upphæð
22,5% af öllum tekjum hreppsins
það ár. Þá voru 470 útsvarsgjald-
endur í Eyjum, þar af 130 manns,
sem greiddu kr. 6 (sex) eða
minna útsvar.
Árið 1918 var alls jafnað niður
kr. 47865,00 og bar Gísli J. John-
sen þá kr. 9000,00 útsvar.
Árið 1919 var jafnað niður í
Vestmannaeyjakaupstað, sem þá
var orðinn, kr. 96.345,00 á 573
gjaldendur. Meðal útsvar kr.