Blik - 01.05.1962, Page 296
294
B L I K
húsi þessu. I þriðja lagi var
hús þetta sjúkraskýli byggðar-
lagsins. Þar var tekið á móti
erlendum sjómönnum, sem
sjúkir voru lagðir á land í Eyj-
um, og svo auðvitað gert þar
að meinum Eyjabúa sjálfra og
iþeir látnir liggja þar, gætu þeir
ekki legið heima hjá sér. Starf
það allt, sem þessi hjón inntu
af hendi í Frydendal var þannig
bæði margþætt og markvert.
Frú Sigríður Ámadóttir í
Frydendal missti mann sinn
árið 1893. Við fráfall hans
breyttist vitaskuld öll aðstaða
heimilisins til atvinnurekstrar
og afkoman þar með. Börn
þeirra hjóna, 5 synir, voru á
aldrinum 30 vikna til 12 ára,
þegar faðirinn féll frá. Elztur
var Gísli en yngstur Árni.
Siunarið 1896 tók frú Sigríð-
ur í Frydendal til að selja varn-
ing fyrir kaupkonu í Reykjavík.
Til þeirrar kaupmennsku var
vitaskuld stofnað til að létta
undir framfærslu hins þunga
heimilis. Gísli sonur hennar
mun hafa látið sér koma til
hugar að sýna varning þennan
í stofuglugga á norðurvegg
hússins. Þar höfðu þau mæðgin
sýningu á slifsum, svuntuefnum
o. fl. vörum af svipuðu tagi.
Sama sumarið (1896) urðu
sýslumannsskipti í Vestmanna-
eyjum. Jón Magnússon hvarf
þaðan, en Magnús Jónsson fékk
veitingu fyrir sýslunni.
Þegar hinn nýi sýslumaður
varð þess áskynja, að vörur
væru til sýnis í stofugluggum í
Frydendal, taldi hann það
embættisskyldu sína að til-
kynna frúnni, að sýning sú
væri með öllu ólögleg, þar sem
hún hefði ekkert verzlunarleyfi.
Vörurnar vom því teknar burtu
úr glugganum að sinni.
Gremjan yfir þessari af-
skiptasemi sýslumanns gróf um
sig í sálu 15 ára piltsins 1 Fryd-
endal. Honum þótti súrt í broti
að verða að láta í minni pok-
ann og engum til meiri gleði en
verzlunarstjóra danska sel-
stöðukaupmannsins í Danska-
Garði. Verzlunarleyfi skyldu
þau kaupa, hvað sem það kost-
aði. — Já, það kostaði 50 krón-
ur þá. Það vom í rauninni gíf-
urlega miklir peningar eftir
verðgildi þeirra þá, þegar dags-
verkið var greitt með kr. 1,50—
1,80, 10—12 tíma vinna. Nú
vom góð ráð dýr. Hvar áttu
þau að taka andvirði verzlun-
arleyf isins ?
Sumarið 1897 kenndi Gísli í
Frydendal bömum í Eyjum
sund. Það var á vegum bjarg-
ræðisnefndarinnar svokölluðu í
hreppnum, og formaður hennar
var framkvöðull sundkennslu í
Eyjum, Sigurður Sigurfinnsson
hreppstjóri. Nefndin fékk 20
króna styrk úr sýslusjóði ár-
lega til þessara framkvæmda
og var það kaup annars sund-