Blik - 01.05.1962, Page 308
306
B L I K
eða kaupa hús, mjólka fló eða flóa
ínjólk eða mjólk úr Flóanum. Ekki
er gott að segja Njálsgfta og
Bandarökin eins og Moggi gerði
s.l. þriðjudag. Þetta kallast að verða
fótaskortur á tungunni
I gamla daga þótti mönnum það
alveg afleitt, hve oft kennarar voru
á öðru máli en nemendur. Þetta var
kallað að vera á gati, eða standa á
gati, jafnvel sitjandi. Nú mun hér
á orðin breyting mikil. Séra Jóhann
Hlíðar sagði hér áðan, að hann
hefði lokið gagnfræðaprófi í maí,
ég lauk því í júní — seint í mán-
uðinum. En þið á þorranum! Hér
á ekki lengur við: heimur versnandi
fer, heldur alveg bráðbatnandi.
Rótarýklúbbur Vestmannaeyja
hefir á undanförnum árum veitt
verðlaun þeim nemanda, sem út-
skrifast úr 4. bekk með bezta eink-
unn í samanlagðri íslenzku. I dag
hefi ég þá ánægju að afhenda þér,
Kristín Bergsdóttir, þessa bók sem
lítinn viðurkenningarvott frá
Klúbbnum fyrir námsafrek í ís-
lenzku. Oska ég þér og ykkur öll-
um, sem útskrifast, til hamingju
með prófið og megi ykkur og skól-
anum vel vegna í framtíðinni."
Friðþjófur G. Johnsen.
Hinir brottskráðu gagnfræðingar
voru 29, 17 úr verknámsdeild og
12 úr bóknámsdeild
Skólinn þakkar af alúð þá vin-
semd og höfðingslund, sem Rotarý-
klúbburinn og Félag kaupsýslu-
manna sýndu honum og gagn-
fræðingum hans við þessi bekkjar-
slit.
SPAUG
mína með mér til þess að yngja
hana svolítið upp."
Gamall Eyjaskeggi kom inn á
Símstöðina í Reykjavík og sá þar
þá húslyftu í fyrsta sinni. Hann
horfði fyrst lengi á þennan undra-
klefa. Þá kom þar að gömul kona,
gekk inn í klefann, sem lyftist og
hvarf. Gamli maðurinn beið hugsi
drykklanga stund. Bráðlega kom
lyftan niður aftur og út úr henni
steig ung og fögur stúlka. Þá undr-
aðist gamli maðurinn og sagði:
„Eg hefði betur haft kerlinguna
Það átti sér stað við Heiðarveg.
Stúlka á fermingaraldri var á
gangi fram og aftur fyrir framan
búðarborðið og var sýnilega í vand-
ræðum. Kaupmaðurinn spurði blíð-
um rómi, hvað hann gæti gert
fyrir hana.
Stúlkan roðnaði, — benti síðan
á gínu með brjóstahöld og sagði
lágt og vandræðalega:
„Hafið þið ekki svona fyrir byrj-
cndur?"