Blik - 01.05.1962, Page 309
ARNI ARNASON:
Saga leiklistar
í Vestmannaeyjum
(Hér hefst í ritinu saga leiklistar í
Vstmannaeyjum. Árni Árnason, sím-
ritari, skrifar þennan þátt í menning-
arsögu Eyjabúa og nýtur til þess nokk-
urs styrks úr bæjarsjóði. Þessi kafli,
sem hér birtist að þessu sinni, fjallar
um tímabilið frá 1852, að leikstarf-
semi er talin hefjast í Eyjum, tiZ
ársins 1909).
Merk tímamót í sögu manna eða
félagssamtaka gefa ávallt tilefni til
þess að staldra við, líta yfir farinn
veg og minnast einstakra viðburða,
láta í Ijós orð og athafnir, merkileg
minninga tímabil, einstaklinga og
félagasamtaka, sem varðað hafa
þróunar og menningarsögu byggð-
arlagsins á ýmsum sviðum. Þetta
geta að sjálfsögðu verið stórmerk
atriði, sem geymzt hafa óskráð í
hugskoti einstakra manna eða skráð
í bókum félagssamtakanna. Þessar
minningar, óskráðar og skráðar,
gera það svo kleift að skrifa heild-
arsöguna og bjarga þar með frá
gleymsku mjög verðmætum minn-
ingum.
Um þessar mundir á Leikfélag
Vestmannaeyja 50 ára starfsafmæli.
Félagið var stofnað 22. ágúst 1910.
Það væri þess vegna vel við eigandi
að rifja upp hinn rnikla og merki-
lega starfsferil þess, sem er allsnar
þáttur í menningarsögu þessa
byggðarlags.
Um sömu mundir á leiklistar-
starfsemi í Eyjum (rúmlega) aldar-
afmæli. Það væri þess vegna full
ástæða til að stinga við fæti og
horfa yfir troðnar slóðir þessarar
menningarstarfsemi.
Fimmtíu ár geta varla kallazt
langur tími, þó að hinsvegar sé
hann löng ævi félagssamtaka. Fljótt
á litið virðist þetta vera harla auð-
velt, en þegar betur er að gáð, verð-
ur dálítið annað uppi á teningnum.
Það verður að kannast við þann
sorglega sannleika, að saga þessa
rnerka félagsskapar verður vart
sögð. Hún er glötuð að mestu
leyti með bókum og skjölum fé-
lagsins. Með henni hafa horfið
nokkur blöð úr menningarsögu
þessa byggðarlags allt til ársins
1942, þótt nokkuð megi bæta þenn-
an skaða með heimildum úr bæjar-
blöðum og styðjast við munnlegar
heimildir frá eldri mönnum. Missir