Blik - 01.05.1962, Síða 310
308
B L I K
fundargjörðabóka og annarra skjala
L V. er svo tilfinnanlegur og skað-
legur, að það ætti að vera alvarleg
áminning til annarra félagasamtaka
að gæta betur en hér var gert sálar
sinnar.
Gerðar hafa verið margvíslegar
tilraunir til þess að hafa uppi á
bókum L.V. innanhéraðs og utan
um langan tíma, en allt hefur það
komið fyrir ekki. Ekkert fundizt af
bókum þess. Söfnun munnlegra
heimilda um leikstarfsemina er á-
vallt mjög erfið, litlar og oftast ó-
samhljóða frásagnit um starfsemina
fyrr á árum.
Þá hef ég fylgt þeirri reglu í
þessum söguslitrum, að láta þær
umsagnir ráða úrslitum í hverju
tilviki, þar sem tveim eða fleirum
bar saman. Af framansögðu sést,
að saga L.V. verður ekki sögð héð-
an af að nokkru verulegu leyti eða
svo, að hvergi skeiki að óbreyttum
aðstæðum, en hinsvtgar gætu eftir-
farandi sagnir og blaðaummæli orð-
ið til þess að lyfta örlítið tjaldi, svo
að hægt sé að skyggnast um á
þessu hulda sviði leiklistarinnar í
Eyjum. Lítil yfirsýn er þó betri en
ekkert og ávallt má bæta inn í,
ef aðstæður breytast og tök verða
á. Þess skal strax getið, að umsagn-
ir Fríðar Lárusdóttur frá Búastöð-
um um eitt og annað varðandi leik-
starfsemi hér, hafa reynzt mjög
góðar og öruggar. Hún var starfinu
vel kunnug, lék allmikið sjálf og
mundi eitt og annað frábærlega
vel. Þannig var því eins varið um
Pétur Lárusson á Búastöðum, bróð-
ur hennar. Þau voru bæði fróð og
stálminnug. Þá reyndust frásagnir
Georgs Gíslasonar, sem um mörg
ár var starfandi með L.V., öruggar.
Hann var formaður þess, enda tók
hann snemma þátt í starfseminni
og fylgdist vel með henni. Þá mætti
og geta Haraldar Eiríkssonar, sem
oft lék með félaginu og utan þess
og hefur veitt marga fræðslu frá
fyrri árum; Eyjólfs Gíslasonar á
Bessastöðum, sem man margt um
starfsemi leikflokka hér í bæ, og
síðast en ekki sízt Kristins Astgeirs-
sonar frá Litlabæ, stórfróður og
minnugur vel á þessu sviði. Ef við
svo lítum enn lengra aftur í tímann
um iðkun leiklistar í Evjum þ. e. a.
s. allt aftur til fyrstu ára þeirra
menningarstarfa hér, er sömu sögu
að segja. Heimildii eru mjög af
skornum skammti og hafa verið að
langmestu leyti ósamhljóða í sum-
um tilvikum Margt af heimildar-
fólki mínu var á einhvern hátt
starfseminni kunnugr, annaðhvort
af beinni þáfttöku eða af frásögn-
um eldra fólks, sem horfið er af
sjónarsviðinu. Þessum heimildum
verður að fara eftir og gera þær
sem greinilegastar til frásagnar. Það
verður að fletta þessum blaðaslitr-
um, mætti segja, ef það gæti orðið
til þess að varpa einhverri ljósglætu
á myrkvaða sögu leiklistarinnar í
Eyjum. Eg vildi taka þetta allt fram
til þess, að menn haldi ekki, að
frásögn um ártöl o. fl. séu afritaðar
gamlar skriflegar heimildir. Eg hefi