Blik - 01.05.1962, Qupperneq 312
310
B L I K
Kristján Magnússon, verzlunarstjóri, snjall
leikari á sinni tið (D. 1865).
strax við komu sína til Eyja. Er
og ekki að efa, að t. d. kapt. Kohl
hefir við komu sína 1853 verið
þessari starfsemi hlynntur, þareð
störf hans hér miðuðu strax að
aukinni menningu á fjölmörgum
sviðum. Hafa þeir séra Brynj. Jóns-
son verið þar samhentir framherjar.
Það er nærri eðlilegt, að séra
Brynj. Jónsson hefji leikstarfsemina
hér. Hann var fjölhæfur maður,
menningarfrömuður á fjölmörgum
sviðum í byggðarlaginu, sem víða
getur um. Það er líka talið fullvíst,
að hann hafi komið upp leikritinu
„Narfa" eftir Sigurð Pétursson,
1860—61. Leikrit Sigurðar höfðu
verið sýnd í skólatíð séra Brynjólfs
og telja verður víst, að honum hafi
verið leikstarfsemin vel kunn, a.
m. k. leikrit Sigurðar Péturssonar,
efnismeðferð þeirra, sviðsetning, og
jafnvel trúlegt, að hann hafi starf-
að að sýningum í skóla, þótt hann
hafi ekki leikið sjálfur. Fríður móð-
ursystir mín sagðist hafa heyrt sagt,
að séra Brynjólfur hafi aldrei leikið
hér sjálfur, en verið lífið og sálin
í leikstarfseminni, meðan hans
naut við. Þetta hafa fleiri sagt.
Hún sagðist líka hafa heyrt talað
um, að í Narfa 1860—61 hafi leik-
ið Kristján Magnússon, verzlunar-
stj., (d. 1865); Andrea Petrea kona
hans, Ingimundur Jónsson á Gjá-
bakka, Gísli Bjarnasen eldri, María
kona hans, o. fl. Hún hélt, að Lars
Tranberg hefði leikið þá, en hann
lézt sama haustið. — Arið 1863
mun Narfi enn hafa verið leikinn
að mestu af sama fólkinu, en þó
mun Einar, sem nefndur var hinn
stóri, Jónsson og Valgerður kona
hans hafa leikið þá. Það var sama
árið, sem Lárus og Kristín á Búa-
stöðum, foreldrar Fríðar, fluttu til
Eyja. Sagði Fríður, að sér væri
minnisstætt í sambandi við þau
hjónin, E‘nar og Valgerði, að
foreldrar sínir hefðu sagt, að þau
hefðu verið einustu hjónin í Eyjum
þá, sem ekki drukku vín annað-
hvort eða bæði.
Hún kvaðst hafa heyrt, að haust-
ið 1864 hafi leikritið Hrólfur eður
sá narragtugi biðill verið leikinn,
eða árið eftir að foreldrar hennar
fluttu til Eyja. Leikritið er eftir
Sigurð Pétursson. Hélt hún, að þá
hefði leikið mikið til sama fólkið,
sem lék Narfa, og er það mjög
sennilegt. Þessi árin taldi hún full-
víst, að Villv Thomsen hefði leikið.