Blik - 01.05.1962, Page 317
B L I K
315
ÞaS gefur að skilja, að menning
hefir ekki verið hér á háu stigi á
þessu tímaskeiði fremur en á meg-
inlandinu. Hér var einangrun mikil
og samgöngur mjög erfiðar og
strjálar. Gátu jafnvel allar sam-
göngur við Eyjar teppzt svo vikum
og mánuðum skipti. Samneyti við
annað fólk gat því verið lítið. Fá-
breytilegt daglegt líf varð orsök til
hinnar svonefndu búðarstöðu
manna. Menn löbbuðu í búðirnar,
sem urðu samkomustaðir þeirra í
iðjuleysinu, og freistuðust þá til
þess að kaupa brennivín meira en
efnahagur þeirra leyfði. Til verzl-
ananna fóru því vissulega margir
skildingar fyrir þessar dýru veigar,
ef til vill þeir einustu skildingar,
sem menn höfðu ráð yfir. Að vísu
var vín ódýrt þá eða sem næst 5
skildingar pelinn af brennivíninu,
en sú upphæð gat vel orðið allt upp
í 20 skildingar yfir daginn hjá ein-
staka manni, Margir þurftu að fá
að dreypa á pytlunni og fyrr en
varði var búið úr henni og þurfti
þá að fá aftur á pelann til að halda
brjóstylnum við. Vín var alltaf fá-
anlegt, jafnvel hugsað meira um
að hafa það til í verzlununum
heldur en margar nauðsynjavörur.
Siðferði manna var hér talið
fremur bágborið. Þó hefir það eng-
anveginn verið verra en annars
staðar. Meira bar á slíku framferði
hér í þrengslunum, en þar sem
rými var meira til hreyfings og
dreifingar. Menning og siðferði
fylgjast ávallt að. Um 1860 fór
tala ólæsra barna hækkandi. Árið
1862 voru hér 148 börn ólæs og
✓
13 læs innan 15 ára aldurs. Arið
1863 eru um 30 af hundraði Eyja-
búa ólæsir. En þá fór þetta að
breytast mjög til batnaðar með
hverju árinu sem leið, svo að 1884
eru aðeins 12% ólæsir hér. Hefir
þetta eflaust verið góðum kenni-
mönnum að þakka t. d. mennta-
frömuðinum séra Brynjólfi Jóns-
syni að Ofanleiti, sem lét sér mjög
annt um uppfræðingu barna og að
eyða búðastöðum og drykkjuskap
Eyjamanna. I þessum efnum hefir
einnig Herfylking Vestmannaeyja
átt sinn góða þátt til umbóta, bæði
varðandi drykkjuskap, búðarstöður
og hverskonar aðra ómenningu.
Hún hafði sínar ströngu reglur fyrir
„hermennina", hafði sitt eigið bóka-
safn, sem eflaust hefir ýtt undir, að
börn lærðu lestur eða a. m. k.
kynntust bókum hjá feðrum sínum.
Þá hefir það verið stórt skref til úr-
bóta, er Lestrarfélag Vestmanna-
eyja var stofnað 1862.
Hefur það átt sinn mikla þátt
í lestrarframför almennings. Þá hef-
ir og Lestrarfélagið átt sinn þátt í
að stemma stigu við búðastöðunum,
sem áttu sinn þátt í ómennsku og
ómenningu.
Eins og áður getur, var líf hér
fremur fábreytilegt. Þó var hér
glaðlynt fólk og skemmtanalíf hef-
ir verið meira en ætla mætti. Hér
voru tíðkaðar margsháttar fugla- og
fiskimannaveizlur, stórar brúðkaups-
veizlur, heimsóknir húsa í milli og