Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 318
316
B L I K
þá gjarnan spilað og manntafl teflt.
Svo voru blysfarir og álfadansar,
grímuferðir húsa í milli m. fl., er
til gleðskapar mátti verða í hinu
fábreytilega daglega lífi. Svo koma
sjónleikirnir til sögunnar um 1852,
og festir sú skemmtan rætur við
komu séra Brynjólfs Jónssonar. Þá
hefst nýr menningarþáttur í sögu
Eyjanna, sem ég eigna honum.
Þá er ég kominn að kjarna þessa
máls, leiksýningum í þorpinu.
Við höfum aðeins staldrað við og
litast um, skyggnzt inn í daglegt líf
Eyjabúa á þessum tímum. Sviðið er
opið hugskotssjónum mínum. Er
ég litast um, er mér óskiljanlegt,
hvernig almenningur gat veitt sér
þann munað að fara í leikhús til að
sjá sjónleiki. Þar hefir ekki verið
gjaldfrjáls aðgangur. Menn hafa þá
eins og síðar orðið að greiða ein-
hvern inngangseyri, a. m. k. nokkra
skildinga, en þeir virðast ekki hafa
legið á lausu. Fólkið virðist naum-
ast hafa haft peninga fyrir nauð-
þurftum sínum, hvað þá fyrir leik-
sýningar.
Þarna hljóta kaupmenn að hafa
hlaupið imdir bagga með almenn-
ingi á einhvern hátt, hvort sem
það hefir verið með því að láta við-
skiptamenn sína fá einhverja pen-
inga til þessa menningarauka eða
þeir hafa gert almenningi fært að
,,fara á leikinn' með einhverjum
niilliskriftum. Þarna kemur glögg-
lega fram menntunarþorsti Eyja-
manna. Þeir hafa viljað sjá sjón-
leikina og lagt hart að sér til þess
að geta veitt sér það. Ekki væri ó-
varlegt að ætla, að peningar þeir,
sem áður fóru í vín í búðastöðum
manna, hafi nú runnið til leikstarf-
seminnar og búðastöðurnar minnk-
að að mun. Það er staðreynd, að
eftir 1860, þegar farið er að leika
hér að staðaldri, eru sýningar vel
sóttar. Menn fara að auka mennt-
un sína, styðja góða viðleitni manna
íil að koma upp leikstarfsemi. Þeir
hafa þá fundið og séð, að þeim var
betra að verja skildingunum til
menntunar, heldur en auðga vín-
salana og þyngja pyngju þeirra,
dýrka Bakkus með búðastöðum og
rápi. Með tilhliðrunarsemi og vel-
v'ild verzl.stjóranna og kaupmanna,
voru tök á að greiða aðgangseyri
tneð milliskriftum, eða að þeir hafa
verið leikstarfseminni svo hlynntir,
að þeir hafi Játið menn fá eitthvað
af peningum út í reikning sinn við
verzlunina, Það segir sig sjálft, að
fólk hefir haft einhver örlítil pen-
íngaráð, sem það hefir varið til
þessarar menningarstarfsemi og
skemmtunar. Oðru vísi gat hún
ekki þróazt : byggðarlaginu.
Ég drap á það, að leikritið Hrólf-
ui hafi verið sýnt í Kumbalda 1886.
Sönnunin fyrir þessari sýningu
haustið 1886 er, að þá bauð kenn-
ari barnaskólans, Arni Filippusson,
öllum skólabörnunum á eina sýn-
inguna. Pétur Lárusson á Búastöð-
um var þá í skóla í fyrsta sinn, þá
aðeins 9 ára gamall. Hann var lát-
inn þangað til að fylla upp í til-
skylda nemendatölu, svo að styrkur