Blik - 01.05.1962, Síða 319
B L I K
317
fengist til skólans. Pétri var þetta
vel minnisstætt. Þetta var fyrsta
leiksýning, sem börnin sáu og vakti
þessi góðsemi kennarans við þau
feikna fögnuð og ánægju meðal
þeirra og athygli þorpsbúa, sem
voru honum mjög þakklátir fyrir
þessa hugulsemi og eindæma rausn.
A rið eftir taldi Pétur, að Narfi
hefði verið leikinn, og voru það
sömu menn og konur er leikið
höfðu í Hrólfi árið áður. Sagði
Pétur, að Einar Bjarnason í Dölum
hefði leikið sérstaklega vel. Hann
hefði þótt ágætur leikari og verið
góður söngmaður. Þá var og Guð-
ríður systir hans ágætur leikari, létt
og lipur á sviði, og vakti hún mikla
athygli með leik sínum. Vissi Pétur
þetta gjörla, því að hún var vel
kunnug Búastaðafólkinu, þar sem
hún hafði verið vinnukona um
skeið. Þar var og Friðrik bróðir
hennar til heimilis, er hann fórst
á Jósefínu árið 1885. Hann hafði
verið sérstakt prúðmenni og geð-
þekkur öllum. Þá sagði Pétur, að
Oddur Arnason á Oddsstöðum hefði
verið mjög góður leikari og mikill
söngmaður. Hann hefði leikið bæði
í Hrólfi og Narfa.
Leiklistarsnilli Einars Bjarnason-
ar og Guðríðar systur hans virðast
hafa gengið í erfðir til afkomenda
þeirra, því að eins og síðar getur
í pistlum þessum, var Guðjón í
Sjólyst sonur Guðríðar og prýðis
góður leikari og fjölhæfur og lék
hér við mjög góðan orðstír um
margra ára bil. (Guðríður var á
Búastöðum a. m. k. 1882 og 1883
þá 25—26 ára gömul). Tómas M.
Guðjónsson lék einnig ágætlega, t.
d. Smala-Gvend í Skugga-Sveini
1908. Á árunum 1889 til 1893 var
nokkuð leikið, og er talið að Hrólf-
ur hafi verið leikinn 1889 og Narfí
1890 eða 91. Sannar þetta enn bet-
ur vinsældir þessara tveggja ísl.
leikrita. Utlánaskrá Bókasafns Vest-
mannaeyja sýnir einnig, að þessi
leikrit hafa verið mjög mikið lesin
af almenningi á þessum árum.
Búastaðasystkinin héldu, að haustið
1891 eða fyrst á árinu 1892 hafi
leikritið Tólfkóngavitið verið leikið
hér, og fannst fólki það ágætt leik-
rit. Rétt síðar eða fyrst á árinu
1893 hefði svo verið leikið leikrit,
sem hét „Hinn þriðji" eftir C.
Hostrup. Þeir, sem fremstir stóðu
að þessum leiksýningum, voru þeir
Gísli Stefánsson, Hjalti Jónsson,
síðar skipstjóri, Einar Bjarnason í
Dölum, þó aðeins til 1891, (en þá
fór hann alfari vestur um haf),
Oddur Árnason, Jón Einarsson,
Garðsstöðum, Gísli Lárusson í
Stakkagerði, Guðrún Runólfsdóttir,
Sveinsstöðum, Sigurbjörg R. Péturs-
dóttir, Vegamótum, kona Eiríks
Hjálmarssonar, Guðlaugur Hansson,
Litlabæ, o. fl.
Leikrit þetta sagði Fríður, að
hefði verið byggt upp með miklum
söngvum, eins og önnur leikrit
Hostrups. Var söng þeirra Guðrún-
ar og Sigurbjargar lengi minnzt
sem frábærlega góðum. Sagði Fríð-
ur, að þær hefðu sungið mjög vel