Blik - 01.05.1962, Page 320
318
B L I K
Jón Einarsson, Garðsstöðum.
báðar. Sérstaklega hefði Guðrúnu
verið klappað lof í lófa, en hún
söng eftirfarandi:
1. Babbi segir: „Sittu róleg heima,
sauma, vefa, falda dag og nótt."
„Hvað þá, pabbi? Hvenær skal
mig dreyma;
heldur þú ég anzi slíku fljótt?"
2. Mamma segir: „Menntuð skalm
vera,"
og mokar að mér bókum jafnt
og þétt.
Hvað er ég að hugsa þá og gera,
hjarta mitt á nóg að lesa samt.
3. Pabbi ann mér aldrei frjálsra
stunda,
annir, strit, og bjástur vill hann
sjá.
Hvað er ég að hugsa þá og
grunda,
hvílíkt strit er mínu brjósti á.
4. Undan mömmu eins ég hlýt að
kvarta,
„Emmy," segir hún, „viltu sitja
kyrr?"
En sitja kyrr og hafa í brjósti
hjarta,
hvað þá? „Er það nokkurt vit?"
ég spyr.
Þótt þetta sé ekki neinn afbragðs
skáldskapur eða þýðing úr erlendu
máli, fannst mér rétt að láta það
fljóta með. Með þessum vísum, sem
sungnar voru undir fallegu lagi, má
segja, að nafn Guðrúnar á Sveins-
stöðum hafi verið á hvers manns
vörum.
Lagið lærðu allir og vísurnar
með og var hvort tveggja á vörum
almennings mjög lengi. Allir dáðu
Guðrúnu fyrir fagran söng og
skemmtilega meðferð hlutverksins á
sviðinu. Einnig hafði Sigurbjörg á
Vegamótum gert sínu hlutverki
mjög góð skil, og sagði Fríður Lár-
usdóttir, að söngur hennar hefði
verið sérlega góður. I þessu leikriti
lék Jón Einarsson á Garðsstöðum
hlutverk Mörks af hinni mestu
snilld.
Á árunum 1894—98 er talið,
að sýnd hafi verið leikritin Sveitar-
útsvarið eftir Þ. Egilsson, „Vefar-
inn með tólfkóngavitið," „Hinn
þriðji" og síðast sýnt leikritið
„Neyddur til að kvongast". Mest