Blik - 01.05.1962, Page 322
320
B L I K
Jón jónsson frá Hlið. Myndin er tekin
á þeim árum, er hann gat séi beztan orð-
stir á leiksviði i Eyjum.
Guddu af Guðlaugi Hanssyni, og
leikið mjög vel að allra dómi.
Á árunum 1896—98 lék Jó-
hanna Jónsdóttir, er varð kona Jóns
Filippussonar, í „Neyddur til að
kvongast” og „Tólfkóngavitinu".
Þau Jón léku einnig í Skugga-
Sveini 1898, en fóru vestur um haf
1901. Var það mikill hnekkir leik-
flokknum, því að bæði höfðu verið
mjög góðir leikkraftar.
Síðustu hlutverk þeirra voru í
„Kaupmannsstrikinu" 1900—1901
í húsinu „Kumbalda".
Á árunum 1896—97 er sagt, að
leikin hafi verið í Gúttó og á veg-
um st. Báran nr. 2 tvö leikrit. Hét
það fyrra „Þá er ég nœstur'' eða
„Sá næsti", en hitt nefndist „Óskin".
Ekki veit ég um höfunda þessara
leikrita og hefi ekki heldur getað
fengið upplýst, hverjir fóru þar með
hlutverkin. Sennilega hafa þetta ver-
ið ein- eða tví-þátmngar, sýndir á
skemmtunum stúkunnar, og trúlega
af félagsfólki hennar.
Jón Jónsson frá Hlíð þótti gera
Teiti stúdent sérlega góð skil. Hann
hafði góða framsögn, söng mjög
laglega og lék í fjölda leikrita hér
í Eyjum. Hann var lágur vexti, vel
þrekinn og hreyfingar utan sviðs
og innan léttar og óþvingaðar.
Árið 1898—99 tóku nokkrir
menn sig saman um að leika
Skugga-Svein Matthíasar Jochums-
sonar. Hann hafði þá verið leikinn
víða um landið og hlotið góða
dóma, efnið ramm íslenzkt, fallegir
söngvar og ljóð, sem hreif fólkið.
Þessi leikflokkur var viss um að
geta komið leikritinu upp hér. Þar
eð þetta var öðrum fært víðsvegar
um meginlandið, hlaut það að vera
hægt hér líka. Almenningi þótti
mikið í ráðizt vegna kostnaðar og
erfiðra aðstæðna á mörgum svið-
um. En menn hér vildu leika og
leggja á sig mikið erfiði til þess
að vel mætti takast.
Æft var af mesta kappi um
haustið og allt undirbúið sem bezt
mátti verða. Helztu leiðbeinendur
voru þeir sviðvönustu, svo sem
Gísli Lárusson, Jón Einarsson,
Garðsstöðum, og Einar Jónsson
mormóni.
Sýningar hófust og tókust ágæta
vel. Vakti leikritið almenna ánægju
og meðferð leikenda sérstaka hrifn-