Blik - 01.05.1962, Side 328
326
B L I K
innar. Er þetta meira og betra en
hægt er að segja um aðstöðu til
leikæfinga nú hjá L.V., sem helzt
aldrei kemst á leiksvið til æfinga
nema annaðhvort að nóttu til eða
í hæsta lagi einu sinni eða tvisvar
fyrir frumsýningu hvers leikrits.
Kumbaldi var á sínum tíma bezta
samkomuhús þorpsins fyrir veizlur
og dans og leiklist. Við hann átti
margur Eyjamaður og Eyjakona ef-
laust tengdar margar ánægjuleg-
ar skemmtistundir, ekki sízt frá hin-
um fjölmörgu og stóru brúðkaups-
veizlum, er þar voru haldnar. Þá
var stundum margt um manninn,
boðsgestir inni, áhorfendur úti og
líf og fjör í Kumbalda, Eftir að
Gúttó komst upp, voru þar að sjálf-
sögðu haldnar veizlur og leiksýn-
ingar, dansskemmtanir o.fl., en good-
templarastúkan hafði sjálf mikla
þörf á húsi fyrir eigin skemmtanir,
fundarhöld o. fl., a. m. k. fyrstu
árin. Og allt til 1907—1908 var
ávallt erfiðleikum bundið að fá
húsið til skemmtana, sérstaklega á
haustin. Stúkan starfaði mikið t. d.
að leiksýningum og öðrum skemmt-
unum, svo að þetta var eðlilegt. Þó
komust leikflokkarnir oftast bið-
lítið að húsinu og gátu æft og leik-
ið þar. Kom þar til greina tilhliðr-
unarsemi og velvild til leiksýninga.
Það er vart hægt að hugsa sér þá
feikna erfiðleika, sem yfirleitt voru
samfara leiksýningum hér í þorp-
inu, meðan svo að segja allt var
á frumstigi, og það allt fram á
annan tug 20. aldarinnar. Þó að
Kumbaldi t. d. væri allgott hús og
stórt, þá var hann þó frumstætt hús
til leiksýninga. Það kostaði mikinn
tíma og erfiði að hreinsa húsið á
haustin og koma þar öllu í gott
horf, svo að hægt væri að hefja þar
leikstarfsemina. Bekkir voru, sem
fyrr greinir, engir sérstakir til, svo
að búa varð þá til úr sterkum borð-
viði og byggja undir þá. Þeir voru
vitanlega baklausir, annað þekktist
ekki, og þótti þó gott. Þá var birtan
t. d á leiksviðinu ærið vandamál,
lýsing salsins og svo auðvitað leik-
sviðið sjálft. Það var svo til gert, að
slegið var upp stórum trépalli inni
við vesturgaflinn, en fyrir sýning-
artjald, þ. e. sviðstjald, var notað
stórskipasegl, sem rann í blökkum.
Ljósin voru fyrst eflaust kerti eða
kolur, en síðar litlir lampar, sem
komið var fyrir bak við svonefnt
ljósabretti, en það var gert af tveim
borðum, sem negld voru saman og
lágu á rönd fremst á sviðinu, pall-
inum. I loftinu var og lampaljós,
eftir að þeir komu til sögunnar,
svo að hvort tveggja ljósin lýstu
furðanlega inn á sviðið.
Er tímar liðu, stækkuðu lamparn-
ir í loftinu og birtan varð meiri og
betri. Við leiksviðsskipti varð að
láta sviðsútbúnaðinn, striga- eða
seglafleka og annað, undir sviðið
og var oft óhægt um vik í þessu
efni. Fyrst var erfitt og helzt ekki
hægt að fá striga, en þá var bjarg-
azt við segl o. fl. Engir voru held-
ur, er kunnu raunverulega að útbúa
leiksvið, en þetta bjargaðist við