Blik - 01.05.1962, Side 329
B L I K
327
hagsýni og framtak leikendanna,
sem töldu ekkert erfiði eftir sér.
Smiðir voru hér fáir, en þeir lögðu
sannarlega hönd á plóginn eftir því
sem við var komið. Verzlunarþjón-
ar Brydes verzl. voru mjög hjálp-
legir um eitt og annað, er að leik-
sýningum laut, og hafa eflaust sum-
ir þeirra verið leiklist kunnir t. d.
frá Danmörku og vitað deili á
mörgu haganlegu varðandi leiksýn-
ingar. En þrátt fyrir alla erfiðleika
var samt leikið í Kumbalda fram
til 1908—1909 við batnandi að-
stæður, eftir því sem tímar liðu.
Líklega hefir það verið allsnemma,
að bekkir voru tölusettir og sam-
svarandi númer sett á „bílætin"
eins og aðgöngumiðarnir hétu þá.
Munu þeir dönsku a. m. k. hafa
kunnað bemr við, blessaðir, að hafa
sín sérstöku sæti og þurfa ekki að
Ienda í troðningum við sauðsvartan
almúgann. Tölusetningu bekkja
hafa þeir eflaust tekið upp að
dönskum hætti. Mér finnst rétt að
minnast með nokkrum orðum á
Kumbalda, gefa fólki nokkra hug-
mynd um það, hvernig húsið leit
út t. d. 1904. Hinsvegar sýnir
myndin hvernig það leit út fyrir
þann tíma. (Sjá bls. 325).
Líkt fyrirkomulag var í Gúttó t.
d. um lýsingu og sætaskipan. Leik-
sviðið var í austurenda salarins,
mjög þröngt, og var þar erfitt um-
ferðar bak við tjöldin, svo að naum-
ast var hægt að renna sér á rönd
milli sviðsflekanna og útveggja
Tveir gám helzt ekki mætzt þar,
nema faðmast eða renna sér a. m.
k. mjög náið hvor meðfram öðrum.
Undir leiksviðinu var kjallari til
geymslu á ýmsu dóti, en í hann
varð ekki komizt nema á einn veg
úr salnum. Þar var lúga allstór,
sem hurðir voru fyrir. Fremst á
sviðinu var hvíslaragatið og skerm-
ur (hlíf) yfir, sem var opinn inn
á sviðið. Stóð hvíslarinn á kassa í
fyrrnefndum kjallara og náði þá
höfuð hans upp í skerminn. Þarna
niðri var kalt og óvistlegt og vit-
anlega mýs og kettir á sveimi, svo
að snemma var hvíslaragatið af-
lagt. Neimðu menn og konur að
hafast þar við. Tók hvíslarinn sér
síðan stöðu fyrir sitt mikilvæga
starf fremst til hliðar öðruhvoru-
megin leiksviðisins. Þó var hann
oftast norðanmegin, en hagaði sér
nokkuð eftir stöðu leikenda á svið-
inu.
I loftinu fyrir ofan leiksviðið var
snemma olíulampi með hvítum
lausum glerplömm, er mynduðu
skerminn, og lýsti lampinn alveg
upp leiksviðið. Hann krafðist hins-
vegar allmikillar aðgæzlu vegna
eldhættu. I loftinu voru líka svo-
nefndar „cellosiur" þ. e. lérefts-
lengjur, 5 eða 6 talsins, sem
strengdar voru á rönd þvert yfir
leiksviðið. Þær gerðu ókleift að sjá
upp í rjáfur leiksviðsins utan úr
sal. Ljósbrettið var svo fremst á
sviðinu, en bak við það voru stað-
settir 10—12 litlir olíulampar, 8
eða 10 „brennarar", sem lýsm inn
á sviðið. Það voru nefnd fótaljós.