Blik - 01.05.1962, Qupperneq 330
328
B L I K
Þess utan voru hliðarljós, sem lýstu
inn milli t. d. útisviðsflekanna. 011
þessi lampaljós þurftu mikillar að-
gæzlu við vegna eldhættu, þar eð
húsin voru úr timbri en sviðsflekar
úr dúk eða striga. Þegar húsið fór
að fyllast af áhorfendum og loftið
í húsinu tók að versna, þurfti alltaf
að vera að skrúfa niður í lömpun-
um. Þeir vildu alltaf ósa. Þetta
þarfnaðist þessvegna mikillar að-
gæzlu.
Síðar komu hin svonefndu gas-
ljós (carbidljós) til notkunar og
bætti það mjög um lýsingu. Þau
lýstu mjög vel og þörfnuðust lítill-
ar aðgæzlu. Þau voru handhæg og
fyrirferðarlítil. Slík ljós voru eink-
um notuð sem loftljós og hliðarljós,
en fótaljósin voru eftir sem áður
olíulamparnir litlu, sem áður getur.
Þeir voru stundum nefndir skjögt-
lampar eða skröltlampar. Voru þeir
í mikilli notkun hér t. d. í eldhús-
um heimilanna, beituskúrunum við
höfnina og aðgerðarhúsum, áður
en bærinn varð raflýstur.
Sérstakir menn gættu venjulega
Ijósanna en unnu þó að öðru varð-
andi leiksviðið. Niður af því til
norðurs voru tröppur í búningsher-
bergið. Það var lítið og þröngt, ef
margir leikendur voru, en sæmilegt
fyrir 5 eða 6 manns. Þarna urðu
samt stundum 12 til 15 menn og
konur að kúldast, klæða sig í föt
og úr þeim, farða sig og útbúa á
allan hátt til leiksýninga, jafnt karl-
menn sem kvenmenn. Varð þarna
stundum þröng mikil t. d. um
farðakassann, aðeins einn handa öll-
um, og öllum lá mikið á að gera
gervi sitt og klæðast leikskrúðan-
um. Tíminn var oft ekki mikill til
umráða, þar til leikandinn átti að
byrja á sviðinu.
Um andlitsförðun og gervigerð
sáu þeir snemma Einar Jónsson,
mormóni, Gísli Lárusson, Edvard
Frederiksen, Halldór Gunnlaugsson,
læknir, A. L. Petersen, Karl Gránz,
Bjarni Björnsson, leikari, Engilbert
Gíslason o. fl. Snemma urðu þeir
og góðir gervismenn Arni og Georg
Gíslasynir frá Stakkagerði, Olafur
Ottesen o. fl., eftir að L. V. hafði
verið stofnað. Seinni tíma gervis-
manna mun ég geta um síðar. Það
þótti framför, er skápar voru settir
á veggina, þar sem leikfólkið gat
geymt hið margvíslega, er það
þurfti með til leiks, svo sem hár-
kollur, skegg, lím, flibba og slauf-
ur, hatta og húfur o. fl. Þá var og
tekinn upp sá siður, að hver leik-
andi fékk litarskrín eða bauk og
létti það mikið þrengslin, að þurfa
ekki að þyrpast að einum farða-
kassa.
Hver maður varð að bera ábyrgð
á sínu smádóti og sjá um, að allt
væri á sínum stað, er til þess þurfti
að taka. Því skipulagi kom A. L.
Petersen á. En þrátt fyrir ströng
fyrirmæli hans og lagasetningar um
þetta, vildi verða misbrestur á
þessu, er galsi og gleðskapur greip
leikendurna.
Gat þá orðið nokkur háreysti, er
ýmislegt vantaði, því að margir