Blik - 01.05.1962, Side 331
B L I K
329
spurðu í einu t. d. líkt og í Kardi-
mommubænum: Hvar er flibbinn
minn? Hvar er frakkinn minn?
Hvar er flaskan, sem á að geyma
vítiið mitt? Hvar er hárkollan?
Hvar er hatturinn, hvar er hanzk-
inn, sem átti að vera í vasanum?
Hvar er slaufan mín? Hvar er
stafurinn? Hvar er spegillinn, sem
átti að vera í töskunni? Eg er viss
um, að það var hér allt í gær.
Já, þessu líkt gekk það í bún-
ingsherberginu. Þeir hlupu þar um,
sviðsmennirnir. Það vantaði hamar,
sög eða nagla. Þeir þurfm að rog-
ast í gegnum búningsherbergið með
sviðsfleka og margskonar hluti, sem
upp þurfti að komast í flýti.
I þessu litla búningsherbergi
varð oft að geyma sviðsfleka, sem
þá voru nærtækir. Ekki var þó
hægt að hafa þar nema 4—5 mjóa
útisviðsfleka, er reistir voru upp á
endann og lagðir upp að veggnum.
— Lýsing í búningsherberginu var
áþekk og á sviðinu en þó vitanlega
miklu minni, eitt loftljós og 2—3
litlir olíulampar.
Um rýmið bætti það mikið, að
vestur úr búningsherberginu var
milliherbergið svonefnda. Ur því
var gengið inn í stóra salinn til
suðurs og búningsherbergið til
austurs. Nyrzt mót austri voru á
herberginu útidyr og þar tröppur
niður á hólinn, sem Gúttó stóð á.
Ur milliherberginu til vesturs voru
dyr inn í eldhúsið, en það var á-
fast við veitingasalinn, sem var
reistur norðan við stóra salinn með
milligangi á miðjum vegg hans.
Þannig leit þetta út eftir að
síðasta breytingin var gerð á Gúttó.
Fyrst var Gúttó aðeins einn salur,
en allörar breytingar voru gerðar á
því með árunum.
Þegar leikið var og sviðsskipting-
ar ef ril vill 3—5, þurfti að hafa
alla sviðsfleka í röð og þá fleka
nærtækasta, sem fyrst skyldi nota,
eftir því sem hægt var, vegna
þrengsla í búningsherberginu, milli-
herberginu og jafnvel úti við bak-
dyrnar. Strax, er eitthvert sviðið
var fullnotað að flekum o. fl.
varð að láta allt úr því framfyrir
í milliherbergið, út um bakdyrnar
eða, ef ekki voru veitingar í litla
salnum, þá þangað inn.
Það var mikil hjálp í þrengslun-
um, ef engar voru veitingar í veit-
ingasalnum (norðursalnum).
Eftir að L.V. var stofnað (1910),
voru bekkir tölusettir og öll sæti.
Fyrst voru bekkirnir beinir í bakið
með einni bakfjöl, en síðar var
skipt um þá og bekkir smíðaðir
með hallandi vel háu baki og riml-
aðir. Það var mikil framför. Þá
voru eldri bekkirnir notaðir handa
börnum, lausabekkir og hliðabekk-
ir. Bekkir náðu alveg inn að leik-
sviðinu og voru 3 þeir fremstu
barnabekkir.
Ég held, að Gúttó hafi rúmað
um 140 manns í sæti. Var oft hvert
sæti skipað, settir upp aukabekkir
meðfram norðurhlið salsins og oft
stóðu margir vestan dyra veitinga-
salsins allt fram að aðaldyrum