Blik - 01.05.1962, Side 336
334
B L I K
d. í Reykjavík og Akureyri, miðað
við fólksfjölda.
I þessari sýningu á Skugga-Sveini
lék Tómas Guðjónsson hlutverk
Smala-Gvends. Er sagt, að hann
hafi gert það ágætlega vel. Mun
það sennilega vera hans einasta
hlutverk á leiksviði hér. Leikhæfni
sína átti hann ekki langt fram í
ættir að sækja. Þá hefði Hjálmrún
á Yegamótum leikið Ketil skræk
mjög vel. Sagt er, að hún hafi verið
gædd mjög góðum leikarahæfileik-
um.
Það mun hafa verið mjög nálægt
1909, að sýnt var hér í fyrsta skipti
leikritið „Almannarómur" eftir
Stein Sigurðsson skólastjóra Barna-
skólans. Það er í fimm þáttum.
Ekki hefir mér tekizt að hafa
upp á leikendum þá nema þeim
Helga Guðmundssyni í Dalbæ,
Hjálmrúnu Hjálmarsdóttur og Jóni
Jónssyni, Hlíð, Jóel Eyjólfssyni og
Oddnýju Jónasdóttur. Upplýsingar
um þetta leikrit eru mjög ósam-
hljóða. Sumir telja, að Gísli Lárus-
son og Jóhann Þ. Jósefsson hafi
leikið þá, Guðrún Þorgrímsdóttir o.
fl. Um leikendaval í Almannarómi
í þetta skipti verður því ekki sagt
með neinni vissu.
Árin 1907—08 var st. Báran nr.
2 mjög framarlega í leiklistinni.
Eftir að hafa sýnt leikritið, „Sak-
laus og slægur" eftir Árdal, tók hún
til meðferðar leikritið, „Sannleikur-
inn" eftir Stein Sigurðsson, skóla-
stjóra. Fyrst á árinu 1908 lék stúk-
an leikrit, er nefndist „Settur eigin-
maður". Það er sennilega eftir E.
Bögh. Var það sýnt á almennri
skemmtun og var ýmislegt fleira
til skemmtunar, upplestur, ræður,
söngur og dans á eftir.
Árið 1908 síðla hausts sýndi
leikflokkurinn leikritið „Heimkom-
an" eftir Sudermann. Leikendur
voru að mestu hinir sömu og áður
úr Hermannaglettum, Söngkonunni
og Neyddur til að giftast. Þetta var
leikið í Gúttó við góða aðsókn.
Hafði Halldór Gunnlaugsson haft
leikritið með höndum, en lék þó
ekki sjálfur. Leikstarfsemin hafði
gengið mjög vel undanfarin ár og
var áhugi Eyjabúa á leiklist undra-
verður, sem átti eftir að sannast
enn betur. Á stofnfundi kvenfé-
lagsins Líkn 14. febr. 1909 gat
Halldór þess, að á bók í Sparisjóði
Vestmannaeyja væru rúmlega 200
kr., sem leikflokkurinn hefði safn-
að í sjóð á tveim undanförnum ár-
um. Leikendur þessir ætluðu nú að
gefa kvenfélaginu þessa fjárhæð
til útbýtingar meðal þurfandi fólks
og að eigin vali kvenfélagsins. Ekki
getur þess, í fundargerð Líknar,
hverjir þessir gefendur séu, sem
starfað hafi í leikflokknum, en
maður gæti hugsað sér, að þeir
hefðu verið t. d. Gísli Lárusson,
Theódóra dóttir hans, Jóhann Þ.
Jósefsson, Edvard Frederiksen og
frú Guðrún kona hans, Ásdís og
Guðbjörg Gísladætur, Halldór
læknir Gunnlaugsson, Jóhann Jóns-
son á Brekku, Guðjón Guðjónsson,
Sjólyst, Júlíana Sigurðardóttir,