Blik - 01.05.1962, Síða 337
B L I K
335
Jónína Jónsdóttir og e. t. v. fleiri.
Fjárhæð þessi var allmikil árið
1909 og góð sjóðsmyndun til þess
að styrkja líknarhugsjón kvenfélags-
ins. En þetta var aðeins upphafið
að ómetanlegum stuðningi héraðs-
læknisins við starfsemi og fjáröfl-
unarleiðir kvenfélagsins, þess fé-
lags, sem óneitanlega var einmitt
stofnað að tilhlutan héraðslæknis-
ins.
Steinn Sigurðsson skólastjóri í
Eyjum var þekktur rithöfundur á
bundið og óbundið mál. Hann var
skólastjóri í Eyjum frá 1904 allt til
1914 að hann var ósæmilega hrak-
inn þaðan. Strax við komu sína til
Eyja og ávallt síðar samdi hann
nokkra leikþætti, sem snemma voru
sýndir hér t. d. í st. Báru nr. 2 og
utan vébanda hennar. Hlutu þessir
leikþættir hans yfirleitt ágæta dóma
almennings. Einnig samdi hann
stór leikrit t. d. Almannaróm og
Storma, sem hlotið hafa góða dóma
almennings. Arið 1908 hafði hann
samið barnaleikrit, sem nefnt var
hér „Atján barna faðir í álfheim-
um, " en hét annars „Skyggnu aug-
un, " og var í 1 eða 2 þáttum. Það
ár var leikritið sýnt hér. Kom Steinn
skólastj. því upp með aðstoð Hall-
dórs læknis o. fl. Voru það einungis
börn úr barnaskólanum, sem fóru
með öll hlutverkin. Mjög var vand-
að til þessarar sýningar, sem mun
hafa verið í fyrsta sinn, að börn úr
barnaskólanum léku hér. Þótti þeim
vel takast, enda var allt gert til
þess að gera leikritið sem glæsileg-
ast úr garði. Þarna kom fram mesti
fjöldi barna úr öllum deildum skól-
ans og voru aðalhlutverkin í hönd-
um hinna elztu. Þau yngri komu
fram sem álfar og dansandi vættir,
sem meðal annars sýndu dans í
skrautklæðum, sérstaklega gerðum
fyrir þetta leikrit. Þarna komu fram
bændur og búalið, fríðar meyjar,
álfadrottningin, umskiptingurinn o.
m. fl.
Ennþá mun margur minnast
ýmissa atriða úr leik þessum. Ein-
stakir kaflar og söngvar lifðu um
áraraðir á vörum alls almennings,
þótt nú sé að vonum farið að fyrn-
ast yfir efnið. Hver skyldi t. d. ekki
muna eftir, þegar álfkonan skipti
á mennska barninu í vöggunni og
lét þangað gamlan karl sinn, sem
þuldi eftirfarandi stef, er hann sá
hrífuskaftið í pottinum á gólfinu,
en það var útfærð brella hinnar
ráðkænu konu:
„Nú em ek svo gamall
sem á grönum má sjá,
átján barna faðir í álfheimum
en þó hefi ég aldrei fyrr
séð svo langan gaur í svo lítilli
grjtu............................"
Þá sá maður nú, að umskipting-
urinn var bæði gamall, skeggjaður
og ljótur, en hafði verið útbúinn
sem ungbarn í reifastranga. Er
hann hafði þuluna mælt, varð held-
ur handagangur í öskjunni. Hin
ráðkæna kona og húsfreyjan, er leg-
ið höfðu í leyni, réðust þegar á karl-