Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 342
Hálmstráið
- lífgjöfin
Við vorum báðir innan við
fermingu, vinirnir Árni Finn-
bogason í Norðurgarði (eystra)
og undirritaður í foreldrahús-
um á prestssetrinu Ofanleiti.
En milli bæja er vart lengra en
steinsnar, enda voru vinafundir
mjög tíðir og um margt spjall-
að — um daginn og veginn og
svo að sjálfsögðu um framtíð-
arhorfurnar. Eitt sinn er við
hittumst, komum við okkur
saman um að fara niður að sjó,
niður á klappir og veiða stór-
murta (ufsa-ungviði). Á klöpp-
unum fyrir neðan Austurbúðina
gömlu byrjuðum við að „pilka
’ann“ eins og við strákarnir
kölluðum það; hann var alveg
nógur þarna, maður lifandi,
stóð bara á að vera nógu fljót-
ur að „afgogga" og renna á ný,
og alltaf stækkaði kösin. Þetta
var orðinn „landburður“ af
fallegum fiski og margir vænir
voru þarna innanum, þeir
„stóru,“ lagsmaður — það held
ég nú, ó, já! enda höfðum við
þá beztu beitu, sem um gat, en
það var pressaður grútur, sem
við fengum hjá henni Gerðu í
Skel. En hún hafði um árabil
brætt lifur fyrir Brydes verzlun
og hlotið lof fyrir vandaða
vöru. Allt, sem sú sómakona tók
sér fyrir hendur, var unnið af
eindæma samvizkusemi og trú-
mennsku. —
Það var nokkur ókyrrð í sjó
og mjög hált á klöppunum, því
að rignt hafði lítilsháttar um
daginn. Straumur var all-harð-
ur. Ég hætti mér út á yztu
skerin en gætti ekki fóta minna
sem skyldi, en veiðihugurinn
hafði mig allan á valdi sínu, og
stakkst ég nú á hausinn í sjó-
inn eins og vanur dýfingamað-
ur. Fljótur var ég á botn niður
og skolli leið mér vel þarna
niðri, en bráðlega skaut mér
upp — sökk aftur, því ekki var
ég syndur frekar en skrokkur-
inn væri úr járni!! Og í þriðja
sinn (en ekki síðasta!) sökk ég
og enn kom ég upp á yfirborðið
og nú all lengra utan skerja en
í fyrstu; straumurinn hafði bor-
ið mig út. En nú átti Ámi, sjó-
mannsefnið góða, næsta leik:
hann kastaði til mín færi sínu,
sem ég greip örugglega, en færi
hans var svera seglgarnið eins
og mitt og hélt vel „drættin-
um“, en hann var sá þyngsti,
sem Árni dró þann daginn.
★
I þá daga var 25-eyringur
engin smáeyrir, en þá upphæð
skuldaði Árni mér. — Þegar