Blik - 01.05.1962, Page 353
B L I K
351
tapaði á þessu fyrirtæki minu
og er nú þrjóturinn á eftir
mér, hvert sem ég fer. —
Heyrðu annars, geturðu ekki
lánað mér eitthvað smávegis
til þess að sletta í karlskratt-
ann? — aðeins svolitla ögn.“
„Nei,“ sagði ég, „ég er alveg
staurblankur.“ „Nú, jæja,“
sagði hann vesaldarlega, „ég
verð þá að reyna annars stað-
Aðsent yfir álinn
Gunnhildur Bjarnadóttir frá
Sigguseli á Mýrum orti þessa vísu
um sjálfa sig:
Stœlta sál í stuttum skrokk
stöðug hef ég horið.
Vökur þótti, var þó brokk
venjulega sþorið.
•
A æskuárum Gunnhildar í
Lækjarkoti var útlendur smiður í
Borgarnesi. Hún hafði ort glens
um hann. Sá útlendi svaraði:
í Lcekjarkoti ein ótugt er,
ekki lœrir hún sitt kver,
heldur gerir hún vísur að mér;
Gunnhildur trúi ég nafn hennar er.
•
Ekkja bjó á góðri jörð uppi í
sveit í Borgarfirði. Hún var talin
allvel efnuð. Hinn útlendi maður
hafði séð hana og orðið ásthrifinn
af henni við fyrstu sýn. En nokkru
síðar frétti hann, að hún hefði
lofað öðrum manni eiginorði. Þá
orti útlendingurinn í gremju sinni:
Langi mannen trúlofaður er
stúlkurinn, sem eitt sinn elskaði
mér;
hún á bœði sauðir og smér. —
allt það til djefelinn fer.
Sami útlendingur búsettur í Borg-
arnesi orti þessa vísu um kaup-
mann, sem verzlaði þar:
*
I Borgarnesi höfðinginn búer,
undir sig hann sveitunginn kúer.
Með svikin og lýgin hann sþiller
sig opp.
Eg trúr hann er ekki af den mjalla-
hvíti flokk.
•
Sami útlendingur dvaldist við
smíðar á sveitabæ, þat sem fjármað-
ur stóð yfir fé á daginn, og var
honum skammtaður meiri matur en
þeim, sem heima voru, þegar hann
kom heim á kvöldin.
Þá kvað útlendingurinn:
Skrítinn siður hefur ég séð,
síðan ég kom í vetur
oð húsmóðirin skammtað getur,
þegar vinnumaðurinn kemur og
étur!
Eiginkona á Suðvesturlandi kvað
svo til bónda síns:
Fögur orð og flœrðin nóg
flesta kann að vílla.
Bágt er að vera í báða skó
bundin fast og illa.