Blik - 01.05.1962, Page 354
352
B L I K
Sama kona gerði manni sínum
upp þessa vísu:
Ég hef mestar mœtur á
að mega skamma og níða
konuna, sem mér kúrir hjá,
þó kunni’ hana eitthvað að prýða.
•
Sigurður Helgason á Jörfa gisti
eitt sinn á Svínhóli ásamt mörgum
öðrum þá nótt. Þar stóð kolla ein
mikil á miðju gólfi, og var hún
allra gagn. Sigurður var árrisull og
fór á fætur á undan félögum sínum,
áður en bjart var orðið. Varð hon-
um þá að stíga öðrum fæti ofan í
kolluna, og gerðu félagar hans gys
að honum fyrir. Þá kvað Sigurður:
Siggi þrceta þess ei má,
þó að maeti spotti;
hafði gætur ei sét á,
óð í næturpotti.
•
Um mann, sem eignaðist marg-
ar konur (þó eina í senn!).
Stórlega skáldsins vandi vex,
en verst er fyrir konu greyin,
ef þær þyrpast allar sex
upp í til hans hinu megin.
•
Stúlka í Húnavatnssýslu sagði
unnusta sínum upp. Þá kvað Natan
Rósantsson:
Njólu gjóla nöpur hékk.
niður á Olafs hjarta.
Oláns-hóla undir gekk
auðarsólin bjarta.
•
Þórhallur Bjarnarson lektor, —
síðar biskup — var maður sann-
gjarn og leit jafnan á málefnin
„frá almennu sjónarmiði". Þegar
hann átti sæti á Alþingi, komu þessi
orð oft fyrir í ræðum hans. Þá orti
Sigfús Blöndal, síðar orðabókarhöf-
undur, þessa þingvísu:
Eg segi nei og segi já,
sitt með hvoru liði.
Enda svo með amen, frá
almennu sjónarmiði.
•
Forustumaður sértrúarflokks
fékkst við laxveiðar á sumrin milli
þátta. Eitt sinn fékk hann stóran
lax á færið sitt og var mjög lengi
að þreyta hann. Síðar sagði hann
frá sinni ströngu viðureign við lax-
inn eins og „sport"-veiðimanna er
siður.
Bóndi, sem hlustaði á frásögn
predikarans, orti þessa vísu:
Það má segja um þetta strax,
það er himneskt gaman
af kristnum manni að kvelja lax
klukkustundum saman.
•
Eyjaskeggi, sem reyndi eftir
megni að fleyta sér á vinnu ann-
arra manna, fékk eitt sinn þessa
vísu:
Skrokknum sitja alltaf á
ótal fitulopar,
þrælnum smita utan á,
annarra svitadropar.