Blik - 01.05.1962, Page 355
B L I K
353
Símon Dalaskáld orti þessa vísu
um Grím Thomsen skáld á Bessa-
stöðum:
Grímur klingir, gceða þurr,
gómabjöllu sinni.
Er á þingi ónjtur,
Alftnesinga meinvcettur.
En síðan vék Símon vísunni við
og þá varð hún svona:
Grímur klingir, góðsamur,
gómabjöllu sinni.
Er á þingi dlkunnur
Alftnesinga bjargvcettur.
•
Drykkfelldur prestur var að
messa, er St. Einarsson gekk fram
hjá kirkjunni. Þá kvað hann:
Ingólfur er að messa.
orðin hans marga hressa,
gáfu- og guðdómleg —
þó hefur hann til þessa
þrammað hinn breiða veg.
•
Húnvetnsk vísa um tófu:
Hreyfir búkinn hélugrá,
hart má fjúkið kanna;
háramjúk og lappalág
leggst á dúkinn fanna.
•
Júlíus í Hítarnesi kom inn til
Stefáns Olafssonar skósmiðs í Borg-
arnesi og sagði:
Þig ég finna fyrstan kaus,
frjálsan, vinnuhlýjan.
Sólinn minn er svona laus,
settu pinna í hann.
Hún var vinnukona í „afskap-
lega, voðalega fínu" húsi og var á-
kaflega hrifin af því að komast í
svona fínt hús í sjálfu milljóna-
hverfinu á Heimaey.
Þegar henni var greitt kaupið
fyrir fyrsta mánuðinn, var henni
ekki greitt það í peningum, heldur
með blaði, sem fara skyldi með í
Sparisjóðinn.
Hún tifaði síðan niður í Spari-
sjóð á háu hælunum sínum með
ávísunina.
Þorsteinn tók henni vingjarnlega
en kvað hana ekki fá peningana,
nema hún skrifaði nafnið sitt aftan
á ávísunina.
„Hvurnig þá?" spurði hún.
„Nú, svona rétt eins og þegar
þú skrifar undir sendibréfin þín,"
sagði Þorsteinn.
Já, hún hafði oft skrifað sendi-
bréf.
Þorsteinn tók ávísunina og las.
Aftan á henni stóð: „Þín heitt
elskandi Gödda."
Heimafenginn baggi
Úr skriflegum prófmn í heilsufrceði:
Brennisteinssýran í maganum
drepur bakteríur . . .
Þegar fæðan er komin í magann
fulltuggin, fara meltingarkvarnirn-
ar í maganum að eltast við fæðuna
. . . síðan fer fæðan inn í smá-