Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 73
— 71 —
1952
Borgarnes. Fólksfjölgun nokkur í
héraðinu.
Ólafsvíkur. Fólki fjölgaði aðeins í
héraðinu, en fækkaði þó heldur i
sveitunum.
Búðardals. Heldur um fjölgun að
ræða, þó að lítil sé. Barnkoma með
meira móti, en manndauði í meðal-
lagi.
Rcykhóla. Hér gerist ekkert, sem
orsakað geti stórar sveiflur, hvað
fólksfjölda viðvíkur. Aðeins 2 jarðir i
héraðinu eru nú i eyði, og byggjast
þær sennilega báðar á vori komanda.
Venjulega eru margir um boðið, ef
einhver jörð losnar úr ábúð hér um
slóðir.
Flateyjar. Fólksfækkun enn nokkur.
2 fjölskyldur fluttust frá Flatey á ár-
inu. Hlutfallslega er meira af gömlu
fólki og' börnum en vera ber, a. m. k.
í Flatey. 2 börn fæddust á árinu, en
annað fluttist fljótlega burt. 4 dóu á
árinu.
Patreksfj. Fólki hefur farið fjölg-
andi í héraðinu.
Þingeyrar. íbúum fækkaði lítils
háttar, þrátt fyrir óvenju mikla barn-
komu.
Flateyrar. Mun láta nærri, að barn-
koma í þorpunum vegi á móti mann-
fækkun i sveitunum, að undanskild-
um Ingjaldssandi. Nokkurt los hefur
verið á bændum í Mosvallahreppi.
Vildi meiri hlutinn selja jarðir sínar,
en heyktust á að gera þær að eyði-
jörðum. Frá Ytri-Veðrará, Kotum og
Kirkjubóli i Valþjófsdal fluttust ábú-
endurnir, en aðrir fluttust inn í stað-
inn.
Bolungarvikur. Fæðingar svipaðar
og dauðsföll fá.
ísafj. Fólki fer enn fækkandi í hér-
aðinu. Barnkoma heldur meiri en
næstliðið ár, og færri dóu.
Súðavíkur. Fólki fækkaði i flestum
hreppum héraðsins. Sléttuhreppur
lagðist algjörlega í eyði, en þar voru
aðeins 32 ibúar í ársbyrjun. Barns-
fæðingar fáar utan Súðavíkur.
Arnes. Fólkinu fækkar stöðugt i
héraðinu. 2 fjölskyldur fluttust burt
á árinu.
Hólmavíkur. Fólki fækkar jafnt og
þétt. Barnkoma i meðallagi.
Hvammstanga. Nokkur fólksfjölgun.
Barnkoma í meðallagi.
Blönduós. Fólksfjöldi stóð í stað,
þrátt fyrir mikla viðkomu og lítinn
manndauða. Stafar þetta einkum af
brottflutningi fólks úr Höfðakaupstað.
Manndauði var alveg óvenjulega litill.
Sauðárkróks. Fæðingar talsvert
færri en síðast liðið ár, en svipaðar
og undanfarin ár áður. Dánartala er
lág og enginn hinna dánu innan við
fertugt, en 1 innan við sextugt.
Hofsós. Lítils háttar fólksfjölgun í
öllum kirkjusóknum héraðsins.
Siglufj. Eðlileg afleiðing af hinu
slæma árferði undangenginna ára er
sú, að fólki fór töluvert fækkandi á
árinu og fluttist ýmist til Reykjavikur
eða Suðurnesja.
Ólafsfj. Fækkað hefur i héraðinu og
ckki annað sýnna en áframhald verði
á því, sem eðlilegt er. Fólkið flýr at-
vinnuleysið og óþægilegt og kostnað-
arsamt að sækja atvinnu mikinn hluta
árs i aðra landsfjórðunga, einkum fyr-
ir heimilisfeður.
Grenivíkur. Fólksfjöldi stendur í
stað.
Breiðumýrar. Fólki hefur fjölgað
lítillega í héraðinu á þessu ári.
Húsavikur. Fólki fjölgar hægt, en
örugglega, bæði á Húsavík og i sveit-
unum.
Vopnafj. íbúum héraðsins fjölgaði
lítið eitt.
Bakkagerðis. Fólki fjölgaði lítið eitt.
Enginn dó á árinu, en 1 barn fæddist
andvana.
Seyðisfj. í hreppnum virðist nú
flóttinn til annarra landshluta stöðv-
aður.
Nes. Á árinu fækkaði í héraðinu,
enda þótt fæðingar lifandi barna væru
fieiri en mannslát.
Djúpavogs. íbúum héraðsins aðeins
fjölgað. í Breiðdal byggðist 1 jörð á
ný, sem i eyði hafði verið í nokkur ár.
Hafnar. Aðeins fækkað í héraðinu.
Kirkjubæjar. Fólki fjölgaði í hér-
aðinu.
Vestmannaeyja. Fjölgaði nokkuð á
annað hundrað á árinu.
Eyrarbakka. Þetta ár fjölgaði fólki
í héraðinu.