Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 74
1952
— 72 —
III. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar í landinu mun hafa verið
xneð betra móti, þó að kvillasemi
kunni að liafa verið um fram meðal-
lag í einstökum héruðum. Aðvífandi
farsóttir voru með minna móti, þó að
nokkuð kvæði að kikhósta, inflúenzu
og mislingum, sem fjarað höfðu ixt i
ársbyrjun, eftir að þeir höfðu verið á
sveimi á annað ár, en hófu umferð á
ný á miðju ári, og gætti þeirra all-
milcið úr þvi. Lungnabólga beggja
tegunda var og tíðari en lengi hefur
verið, en ekki að sama skapi mann-
skæð. Manndauði varð minni en
nokkurn tíma áður, eða 7,3%«., minnsti
skráður manndauði áður 7,9%«, sem
var óbreytt dánartala siðast liðinna
þriggja ára.
Rvík. Heilsufar i héraðinu má telj-
ast allgott á árinu. Engir meira háttar
faraldrar gengu af þeim sóttum, er
mestan gera sér áramun.
Hafnarfj. Heilsufar gott allt árið.
Kleppjárnsreykja. Heilsufar með
lakara móti.
Dúðardals. Þótt ekkert bæri á far-
sóttum 3 fyrstu mánuði ársins, mátti
heita allkvillasamt á árinu.
Reykhóla. Töluvert kvillasamt á
árinu.
Flateyjar. Heilsufar i lakara lagi
fram undir haust.
Þingeyrar. Heilsufar fremur gott.
ísafj. Heilsufar yfirleitt gott á ár-
inu.
Árnes. Heilsufar gott á árinu.
Hvammstanga. Heilsufar sæmilega
gott.
Rlönduós. Sóttarfar með eðlilegum
hætti.
Sauðárkróks. Sóttarfar i meðallagi
og engar skæðar sóttir á ferðinni.
Hofsós. Heilsufar yfirleitt gott.
Siglufj. Heilsufar á árinu mátti yfir-
leitt teljast gott.
Ólafsfj. Heilsufar gott. Engar far-
sóttir gerðu neinn usla að ráði.
Dalvíkur. Heilsufar gott á árinu.
Akureyrar. Heilsufar mátti teljast
slæmt allmikinn hluta ársins.
Grenivíkur. Heilsufar með lakara
móti.
Breiðumýrar. Heilsufar sæmilegt á
árinu.
Þórshafnar. Heilsufar í lakara lagi.
Vopnafj. Farsótta gætti allmiklu
meira en árið næst á undan.
Bakkagerðis. Heilsufar fremur gott.
Seyðisfj. Almennt heilsufar i með-
allagi.
Nes. Kvillasamt að vanda.
Búða. Heilsufar í lakara lagi.
Djúpavogs. Heilsufar má teljast gott
á árinu.
Hafnar. Heilsufar lélegt. Seinna
helming ársins hefur hver sóttin rek-
ið aðra.
Kirkjubæjar. Heilsufar gott fram á
vorið, en úr því sennilega í slöku
meðallagi.
Víkur. Þó að snöggtum færri séu nú
skráðir á farsóttarskýrslur en árið
áður, finnst mér samt, að heilsufar
hafi verið lakara 1952 en 1951.
Vestmannaeyja. Heilsufar í meðal-
lagi á árinu. Að vísu bar meira á and-
færasjúkdómum, sérstaklega lungna-
bólgu, en oft áður, en hinna sérstöku
smábarnasjúkdóma gætti ekki.
Keflavíkur. Heilsufar á árinu með
mjög svipuðum hætti og siðast liðið
ár.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—28.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. 4689 6909 8737 9850 10365
Ixánir 1 1 „ 1 1
í engu frábrug'ðin því, sem gerzt
hefur, nema verið hafi öllu tíðari, en
vel má vera, að fjölgun tilfella hin
síðustu ár eigi fyrst og fremst rætur
að rekja til þess, að nær sé gengið um
skráningu farsótta, sem mun vera æ
betur og betur rækt, einkum í Reykja-
vik.