Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 76
1952
74 —
inflúenzu, en ekki breiddist faraldur-
inn út á þann hátt, sem titt er um þá
veiki.
■ Kleppjárnsreykja. Viðloðandi allt
árið, einkum 3 siðustu mánuðina.
Borgarnes. Allt árið nokkuð jafnt,
en faraldur gaus upp í nóvember.
Búðardals. Gekk nokkuð sumarmán-
uðina, en mest áberandi í ágúst. Þá
gekk og inflúenza, og var oft erfitt að
greina á milli. Kvefsóttin var einkum
viðloðandi í 2 hreppum og lagðist all-
þungt á suma.
Flateyjar. Viðloðandi fram á haust.
Nokkrir faraldrar. Mjög litið um kvef
síðustu 2 mánuði ársins.
Flateyrar. Nær allt árið, oftast hita-
litil, en þrálátur, langvarandi hósti.
Ég tel, að 5 sjúklingar hafi fengið
bronchitis chronica upp úr kvefsótt-
inni, rosknir menn með emphysema
pulmonum að auki.
ísafj. Kvefsótt var viðloðandi allt
árið og með faraldurssniði.
Súðavíkur. Faraldur í ársbyrjun og
um mitt sumar (júní—júlí).
Árnes. Mjög lítið bar á þessari veiki
fyrra hluta ársins, og kvað raunar lít-
ið að henni fyrr en í desember. Þá
veiktust allmargir, og voru flestir
þungt haldnir. 1 drengur á fyrsta ári
fékk jafnframt otitis media. Um aðra
fylgikvilla er mér ekki kunnugt.
Hólmavikur. Viðloðandi allt árið.
Smáfaraldur í október—nóvember, að-
allega í börnum.
Hvammstanga. Faraldur i april og
mai og aftur í október—desember,
annars fremur lítið um kvef.
Blönduós. Með mesta móti, hófst
snemma um vorið og snerist upp í
inflúenzu, en mörkin þar á milli óljós.
Sauðárkróks. Gerir að venju all-
mikið vart við sig allt árið, og er veru-
legur faraldur að henni vormánuðina,
einkum í maí, einnig í árslok nokkuð.
Ekki skæð.
Siglufj. Gerði vart við sig alla mán-
uði ársins, én var yfirleitt létt, og bar
lítið á lungnabólgu í sambandi við
kvefsóttina.
Akureyrar. Töluverð brögð sjúk-
dómsins alla mánuði ársins. Þó eink-
um mikið um slæmt kvef með lungna-
bólgu 3 síðustu mánuði ársins.
Grenivíkur. Alla mánuði ársins.
Breiðumýrar. Eitthvað alla mánuði,
en langmest og verst í október, einnig
talsvert í júní og júlí, en hætt er við,
að takmörkin þá á milli inflúenzu og
taksóttar hafi ekki alltaf verið í sam-
ræmi.
Húsavíkur. Viðloðandi allt árið, far-
aldur i maí; hefur að likindum verið
um inflúenzu að ræða í sumum til-
fellum, því að hún gekk hér alla sum-
armánuðina. Aftur gekk slæmt kvef
haustmánuðina. Fylgikvillar ekki
tíðir.
Þórshafnar. Einkum seinna hluta
vetrar.
Vopnafj. Gætti nokkuð flesta mán-
uði ársins, en mest mánuðina marz—
ágúst. Oftast er það svo, að 2 aðal-
bylgjur berast inn í héraðið ár hvert,
hin fyrri með vermönnum siðara hluta
aprílmánaðar og fyrra hluta maimán-
aðar, hin síðari með sumargestum í
lok júnímánaðar og fyrra hluta júlí-
mánaðar. Eins og ég hef áður getið
um í skýrslum, ber langmest á hæsi
og þurrum hósta, þegar kuldaþræsan
er hér mest á vorin, samfara nokkru
sólfari. Að þessu sinni bar þá einnig
mest á hæsi og áköfum þurrahósta,
sem í mörgum tilfellum var svo ákaf-
ur, að líktist kikhósta. Þar sem kik-
hósti var einnig sannanlega á gangi,
varð oft ekki á milli greint, hverjir
yoru með kikhósta og hverjir ekki.
Akafan krampakenndan hósta höfðu
margir, sem áður höfðu haft kikhósta
og ósennilegt var, að hefðu fengið
hann að nýju, þótt slikt komi ekki
ósjaldan fyrir.
Bakkagerðis. Algengur kvilli hér.
Seyðisfj. Með algengustu kvillum og
var viðloðandi allt árið. Faraldur í
marz—júní og aftur í nóvember—des-
ember. Seinni faraldurinn var nokkuð
þrálátur, einkum í börnum. Nokkur
kveflungnabólgutilfelli munu mega
teljast til fylgikvilla kvefsóttarinnar.
Nes. Algeng allt árið, einkum sið-
ara helminginn.
Búða. Fjöldi tilfella mánaðarlega,
eins og endranær.
Djúpavogs. Hefur lítið gætt.
Hafnar. Viðloðandi mestallt árið,
en mjög þungur kvef- og kverkabólgu-