Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 76

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 76
1952 74 — inflúenzu, en ekki breiddist faraldur- inn út á þann hátt, sem titt er um þá veiki. ■ Kleppjárnsreykja. Viðloðandi allt árið, einkum 3 siðustu mánuðina. Borgarnes. Allt árið nokkuð jafnt, en faraldur gaus upp í nóvember. Búðardals. Gekk nokkuð sumarmán- uðina, en mest áberandi í ágúst. Þá gekk og inflúenza, og var oft erfitt að greina á milli. Kvefsóttin var einkum viðloðandi í 2 hreppum og lagðist all- þungt á suma. Flateyjar. Viðloðandi fram á haust. Nokkrir faraldrar. Mjög litið um kvef síðustu 2 mánuði ársins. Flateyrar. Nær allt árið, oftast hita- litil, en þrálátur, langvarandi hósti. Ég tel, að 5 sjúklingar hafi fengið bronchitis chronica upp úr kvefsótt- inni, rosknir menn með emphysema pulmonum að auki. ísafj. Kvefsótt var viðloðandi allt árið og með faraldurssniði. Súðavíkur. Faraldur í ársbyrjun og um mitt sumar (júní—júlí). Árnes. Mjög lítið bar á þessari veiki fyrra hluta ársins, og kvað raunar lít- ið að henni fyrr en í desember. Þá veiktust allmargir, og voru flestir þungt haldnir. 1 drengur á fyrsta ári fékk jafnframt otitis media. Um aðra fylgikvilla er mér ekki kunnugt. Hólmavikur. Viðloðandi allt árið. Smáfaraldur í október—nóvember, að- allega í börnum. Hvammstanga. Faraldur i april og mai og aftur í október—desember, annars fremur lítið um kvef. Blönduós. Með mesta móti, hófst snemma um vorið og snerist upp í inflúenzu, en mörkin þar á milli óljós. Sauðárkróks. Gerir að venju all- mikið vart við sig allt árið, og er veru- legur faraldur að henni vormánuðina, einkum í maí, einnig í árslok nokkuð. Ekki skæð. Siglufj. Gerði vart við sig alla mán- uði ársins, én var yfirleitt létt, og bar lítið á lungnabólgu í sambandi við kvefsóttina. Akureyrar. Töluverð brögð sjúk- dómsins alla mánuði ársins. Þó eink- um mikið um slæmt kvef með lungna- bólgu 3 síðustu mánuði ársins. Grenivíkur. Alla mánuði ársins. Breiðumýrar. Eitthvað alla mánuði, en langmest og verst í október, einnig talsvert í júní og júlí, en hætt er við, að takmörkin þá á milli inflúenzu og taksóttar hafi ekki alltaf verið í sam- ræmi. Húsavíkur. Viðloðandi allt árið, far- aldur i maí; hefur að likindum verið um inflúenzu að ræða í sumum til- fellum, því að hún gekk hér alla sum- armánuðina. Aftur gekk slæmt kvef haustmánuðina. Fylgikvillar ekki tíðir. Þórshafnar. Einkum seinna hluta vetrar. Vopnafj. Gætti nokkuð flesta mán- uði ársins, en mest mánuðina marz— ágúst. Oftast er það svo, að 2 aðal- bylgjur berast inn í héraðið ár hvert, hin fyrri með vermönnum siðara hluta aprílmánaðar og fyrra hluta maimán- aðar, hin síðari með sumargestum í lok júnímánaðar og fyrra hluta júlí- mánaðar. Eins og ég hef áður getið um í skýrslum, ber langmest á hæsi og þurrum hósta, þegar kuldaþræsan er hér mest á vorin, samfara nokkru sólfari. Að þessu sinni bar þá einnig mest á hæsi og áköfum þurrahósta, sem í mörgum tilfellum var svo ákaf- ur, að líktist kikhósta. Þar sem kik- hósti var einnig sannanlega á gangi, varð oft ekki á milli greint, hverjir yoru með kikhósta og hverjir ekki. Akafan krampakenndan hósta höfðu margir, sem áður höfðu haft kikhósta og ósennilegt var, að hefðu fengið hann að nýju, þótt slikt komi ekki ósjaldan fyrir. Bakkagerðis. Algengur kvilli hér. Seyðisfj. Með algengustu kvillum og var viðloðandi allt árið. Faraldur í marz—júní og aftur í nóvember—des- ember. Seinni faraldurinn var nokkuð þrálátur, einkum í börnum. Nokkur kveflungnabólgutilfelli munu mega teljast til fylgikvilla kvefsóttarinnar. Nes. Algeng allt árið, einkum sið- ara helminginn. Búða. Fjöldi tilfella mánaðarlega, eins og endranær. Djúpavogs. Hefur lítið gætt. Hafnar. Viðloðandi mestallt árið, en mjög þungur kvef- og kverkabólgu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.