Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 79
— 77
1952
mánuði ársins. Mest áberandi i bðrn-
um; nokkur þeirra allmikið veik.
Þórshafnar. Dreifð tilfelli. Ftalyl-
sulfathiazol og aureomycin verka hér
bezt.
Vopnafj. Stakk sér niður flesta mán-
uði ársins, einna mest mánuðina júlí
og ágúst, án þess að um reglulegan
faraldur virtist vera að ræða.
Bakkagerðis. Er nokkuð algengt og
miklu algengara en skráð er i farsótta-
skýrslunum, þvi að fæstir leita læknis.
Seyðisfí. Varð vart öðru hverju á
árinu. Faraldur i október—desember.
Batnaði yfirleitt fljótt við sulfa-
guanidín.
Nes. Algengt í október og septem-
ber, og voru mörg tilfelli samfara
kvefsótt og kverkabólgu.
Búða. Nokkur tilfelli á mánuði
hverjum, einkum meðal ungbarna.
Djúpavogs. Blossaði upp i janúar,
aðallega hér á Djúpavogi. Var það
þrálátur kvilli i mörgum, sem hann
fengu, en ekki fylgdi honum hiti, svo
að heitið gæti. Voru það aðallega smá-
börn, sem þetta fengu.
Hafnar. Mikill faraldur i marz, en
varð varla vart eftir það, og er ó-
venjulegt, sennilega vegna þurrka i
vor og sumar. Var þá vatn sótt inn
i sveit í ár þar, og virðist hafa verið
beilsusamlegra en brunnvatn staðar-
ins. Vatnsveita var tekin til notkunar
um haustið.
Víknr. Meinlaust.
Vestmannaeyja. í meðallagi, aðal-
lega í september.
10. Inflúenza.
Töflur II, III og IV, 10.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. 583 9308 5591 9314 4344
Bánir 1 „ 5 24 10
Um skráning inflúenzu á þessu ári
er líkt að segja og á árinu 1950. Eig-
inleg inflúenza hefur tæplega verið
eins útbreidd og skráning gæti bent
til. Þó virðist tvímælalaus inflúenza
hafa gengið í sumum héruðum, enda
greinilegast í þeim héruðum, sem
heita mátti, að slyppu við ótvíræða
inflúenzu á síðast liðnu ári, hversu
sem skráð var. Veirustofn inflúenzu
þessa árs mun ekki hafa verið greind-
ur (sbr. Læknablaðið 1954, bls. 87).
Rvík. Talin fram á vikuskýrslum
nærri 300 tilfelli, nokkurn veginn
jafndreifð á alla mánuði ársins. Var
því um enga farsótt að ræða. Þessar
sjúkdómsgreiningar verða að teljast
vafasamar; sennilega hefur þetta ým-
ist verið kverkabólga eða kvefsótt,
enda oft mjótt á munum.
Kleppjárnsreykja. Náði sér aðallega
niðri í júni og ágúst.
Ólafsvíkur. Ekki talin nema 3 síð-
ustu mánuði ársins.
Búðardals. Gekk samtimis kvefsótt-
inni í júní, júlí og ágúst.
Reykhóla. Faraldur barst inn í hér-
aðið í byrjun októbermánaðar. Kom
veikin fyrst upp í Króksfjarðarnesi i
mönnum, sem unnu þar við slátur-
húsið. Ekki var hægt að rekja, hvaðan
veikin barst. Veikin barst svo ört út
um héraðið með bændum, sem ráku
fé sitt til slátrunar. Lögðust þeir flest-
ir, er heim kom, og svo hver af öðr-
um á heimilunum, svo að fyrir kom,
að fólk gat ekki búið til slátur, og
henda varð þvi innmatnum. Flestir
lágu i 4—8 daga, fengu háan hita og
beinverki, og einstaka sjúklingur lá í
10—14 daga, þótt ekki væri um finn-
anlega fylgikvilla að ræða. 1 manns-
lát er talið i sambandi við þenna far-
aldur, gömul kona yfir áttrætt, sem
verið hafði rúmliggjandi vegna elli-
hrumleika. 4 Iungnabólgutilfelli eru
skráð sem fylgikvilli þessarar farsótt-
ar. Faraldurinn gekk yfir á um þriggja
vikna tíma og hvarf jafn snögglega og
hann breiddist út.
Patreksfí. Barst hingað í maí, fór
hægt yfir og var meinlitil. Þó fylgdu
henni nokkur lungnabólgutilfelli. Var
liér viðloðandi þar til i október.
ísafí. Kom ekki í héraðið á árinu.
Hvammstanga. Faraldur i júlí og
fram i ágúst; veikin fór hægt yfir og
mátti kallast væg. Fylgikvillar: Mið-
eyrabólga 3, kveflungnabólga 5.
Blöndnós. Alláberandi framan af
sumri. Nokkuð bar á fylgilcvillum, að-
allega lungnabólgu í öldruðu fólki, og
dó úr henni kona á tíræðisaldri.