Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 82
1952
— 80 —
firði, en breiddust ekkert út þaðan.
\’oru vœgir.
Hafnar. Bárust hingað frá Seyðis-
firði í september. Gengu hér í 3
hreppum í október—nóvember. Mis-
lingar hafa ekki gengið hér almennt
síðan 1929, og tóku þá margir nú, eða
nálægt 30%. Faraldur þessi var væg-
ur i byrjun, en fór versnandi, enda
gekk samtimis kvef og kverkabólga.
Nokkuð fékkst af blóðvatni i þá, er
veilastir voru, og reyndist það mjög
vel.
13. Hvotsótt (myositis epidemica).
Töflur II, III og IV, 13.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. 38 12 26 1250 187
Dánir „ „ „ „ „
Nokkrar eftirhreytur faraldurs, er
fór víða um land á síðast liðnu ári.
Siðustu 2 mánuði ársins aðeins örfá
tilfelli skráð í Reykjavík.
Flateyrar. Allt aðkomumenn, sem
fengu þessa veiki.
Hóhnavíkur. Nokkur tilfelli á
Drangsnesi í nóvember. Ekki á mán-
aðarskrá.
Vestmannaeyja. Aðeins 2 tilfelli
skráð i april, en þó mun veikin hafa
stungið sér niður viðar á árinu.
14. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 14.
1918 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. 397 1411 925 33 14
Dánir ,, „ „ ,, ,,
Auk strjálingstilfella í Rvík aðeins
getið i 2 héruðum, Breiðumýrar og
Vestmannaeyja, síns tilfellisins i
hvoru og annað ranglega skráð, eftir
því sem hlutaðeigandi héraðslækni
segist frá hér á eftir.
Brciðumýrar. 1 tilfelli á mánaðar-
skrá. Af síðari ferli sjúklingsins að
dæma er þar vafalaust um ranga
greiningu að ræða.
15. Kveflungnabólga
(pneumonia catarrhalis).
16. Taksótt
(pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 15—16.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl.1) 724 846 819 1541 19C9
— 2) 184 143 162 212 273
Dánir 55 67 56 75 62
Svo mikið sem skráð var af lungna-
bólgu á siðast liðnu ári, kvað þó enn
meira að á þessu ári, og tekur það til
beggja tegunda. Ekki var lungnabólg-
an mannskæð að sama skapi, þvi að
lungnabólgudauði nam aðeins 2,7%
skráðra tilfella (1950: 5,7%, 1951:
4,3%).
1. Um kveflungnabólgu:
Hafnarfj. Kom fyrir þvi nær í öll-
um mánuðum ársins. 4 taldir dánir,
2 gamalmenni og 2 börn.
Akranes. Samfara kvefsóttinni þá
mánuði, sem mest kvað að henni.
Ilina mánuðina mjög fá tilfelli.
Kleppjárnsreykja. Óvenjumörg
lungnabólgutilfelli á árinu, og veikt-
ust næstum allir upp úr inflúenzunni.
Borgarnes. 1 börnum með kveffar-
aldrinum í nóvember.
Patreksfj. Barn á 1. ári, sem alltaf
hafði verið lasburða, var flutt hér á
sjúkrahúsið, dauðvona af lungnabólgu,
og dó á sama sólarhring.
Búðardals. Háöldruð kona mun hafa
dáið úr pneumonia hypostatica eftir
fract. colli femoris. Ekki á skrá.
Beykhóla. Talin aðaldánarorsök
sjúklings, sem auk þess hafði lungna-
þembu og pleuritis sicca.
Flateyjar. Gerði með meira móti
vart við sig og oftast í sambandi við
kvefsóttarfaraldrana.
Ólafsvíkur. Fjórða algengust farsótt,
ef teljast skal, en ekki fylgikvilli kvefs
og inflúenzu.
Flateyrar. Þeir, sem skráðir eru,
höfðu allir verið með kvefsótt og lent
í vosbúð.
Súðavíkur. Mest gamalt fólk.
1) Pneumonia catarrhalis.
2) Pneumonia crouposa.