Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 85
83
1952
20. Munnangur
(stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 20.
1948 1949 1959 1951 1952
Sjúkl. 82 48 114 387 529
Dánir »» >» »» »> »»
Virðist færast æðimikið i vöxt, jafn-
vel um allt landið, hvað sem veldur.
Hafnarfi. Stakk sér niður i flestum
mánuðum ársins.
Akranes. Lét töluvert á sér bera alla
n.ánuði ársins.
Flateyrar. Mjög illkvnjuð; í sumum
tilfellum var munnurinn eitt flatsæri.
Pensilín og súlfa komu ekki að not-
um, en aureomycín bætti skjótlega.
Árnes. Sjúkdómsins varð aðeins
vart á einu heimili, og fengu hann 5
systkini.
Hólmavíkur. Varð nokkuð vart, en
sjaldnast fært á mánaðarskrár.
Blönduós. Kom fyrir öðru hverju.
Sauðárkróks. Gerir lítils háttar vart
við sig.
Akureyrar. Efalaust mun fleiri til-
felli þessa sjúkdóms en skráð eru, þar
eð sjúkdómurinn var vægur og þvi
ekki vitjað læknis í nærri öllum til-
fellum.
Hásavíkur. Nokkur dreifð tilfelli.
Hár hiti og vanliðan vegna bólgu og
sára í munni.
Nes. Nokkur tilfelli, einkum ung
börn.
Djúpavogs. Gýs hér upp annað slag-
ið, sérstaklega á Djúpavogi, og er ég
ekki grunlaus um, að þessi sjúkdómur
dreifist út meðal barna vegna „tyggi-
gúmmí“-áts. Þess hefur orðið vart, að
hörnin tyggja hvert út úr öðru. Væri
full ástæða til að banna slikt góðgæti,
ekki síður en „sleikipinnana“ forðum.
Vestmannaeyja. Stakk sér niður,
eins og venjulega.
21. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II, III og IV, 21.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. „ 37 312 2967 1595
Dánir „ „„44
Kikhósti hélt áfram göngu sinni um
landið, og um áramót er þeim lands-
faraldri, er hófst í desember 1950, enn
ekki lokið. Enn hafa Vestfirðir og
Skaftafellssýslur að miklu leyti slopp-
ið, og ekki er ótítt, jafnvel í þéttbýli,
að kikhósti stingi sér niður, nái jafn-
vel nokkurri útbreiðslu, deyi út, en
hefjist á ný eftir nokkra mánuði, og
eru allar horfur á, að hann sé að ger-
ast hér landlæg sótt.
Rvík. Dreifð tilfelli allt árið. Tæp-
lega hálfs árs meybarn dó af völdum
veikinnar. Fékk heilabólgu með
krömpum, sem drógu til dauða.
Hafnarfi. Aðeins nokkur tilfelli sið-
ara hluta ársins, sjúklingar, sem smit-
uðust utan héraðs.
Akranes. Faraldur sá, sem kom upp
í febrúar 1951, entist fram á vor þetta
ár.
Búðardals. Barst hingað norðan úr
Þingeyjarsýslu. Aðeins 1 barn veiktist.
Bolungarvíkur. Gerði vart við sig og
náði hámarki í maí, minnkaði síðan
og dó út næstu mánuði. Síðustu til-
fellin greind i september. ATirleitt var
veikin væg, en nokkur börn urðu þó
mikið lasin. 1 barn dó, 2% mán-
aðar gamalt sveinbarn. Hafði ég gefið
því chloromycetín, og virtist það orðið
mjög gott af sjálfum kikhóstanum, en
fær þá enteritis ásamt öðrum á heim-
ilinu, og eftir að það er afstaðið, kvef-
ast það, fær lungnabólgu og deyr.
ísafi. Stakk sér niður framan af ár-
inu, enda þótt faraldur gengi árið
áður.
Súðavíkur. Var á ísafirði seinna
hluta árs 1951, og voru þá öll börn í
Súðavík bólusett gegn veikinni. Ekkert
barn veiktist í Súðavík og ekkert, svo
að ég viti, í Djúpi.
Hólmavikur. Gekk í apríl—mai og
aftur lítils háttar í júlí—ágúst. Ung-
harn rúmlega 10 mánaða með kik-
hósta fékk encephalitiseinkenni og dó
eftir nokkra klukkutíma.
Hvammstanga. Stakk sér niður á
Hvammstanga frá ágúst til ársloka.
Kom einnig upp á einum bæ í Mið-
firði, en breiddist að öðru leyti ekki
út um sveitirnar. Flest voru það ó-
bólusett börn, sem veikina tóku, þar
á meðal 7 ungbörn á 1. og 2. ári, og
urðu 4 þeirra talsvert veik. 5 þessara