Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 86

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 86
1952 — 84 — ungu barna og 3 hinna eldri fengu aureomycín með ágætum árangri. Nokkur börn, er bólusett höfðu veriS gegn kikhósta á undanförnum árum, veiktust, en áberandi vægt. Sauðárkróks. Talsvert ber á kik- bósta, einkum framan af árinu. Flest tilfellin voru mjög væg og lítið um fylgikvilla. Örfá fengu slæmt sog. Siglufi. Kikhósti barst i héraðið i ágústmánuði, en breiddist ekkert út. Má ef til vill þakka það því, að næstu ár á undan höfðu flest yngri börn verið bólusett gegn kikhósta, að þvi er virðist með góðum árangri. í því sam- bandi þykir mér ástæða til að geta þess, að ég hef á þeim rúmum 30 ár- um, sem ég hef starfað sem héraðs- læknir, notað kikhóstabólusetningu meira og minna i sambandi við slíka faraldra. Á fyrstu árunum notaði ég bóluefni frá Statens Seruminstitut í Danmörku, og virtist mér ég sjaldan sjá þá mikinn árangur. Siðustu 10 árin hef ég ýmist notað ensk eða amerísk bóluefni, og hafa þau reynzt mér mun betur, sérstaklega, svo sem fyrr getur, 1950. Þá bólusettum við siglfirzku læknarnir nokkur hundruð af yngstu börnum héraðsins, og bar þá saman um, að í flestum tilfellum hefði verið erfitt að greina, hvort um kikhósta hefði verið að ræða eða dálítið þrá- láta tracheobronchitis. Af þessari reynslu minni dreg ég þá ályktun, að gæði bóluefnisins hafi farið batnandi með aukinni reynslu rannsóknarstof- anna og verksmiðjanna. Ólafsfi. Á 2 bæjum í sveitinni hélt fólk því fram, að um kikhósta væri að ræða, einnig i einu húsi hér i kaupstaðnum. Ekki gat ég sannfærzt um, að svo væri, því að ekki smit- aðist neitt barn, þótt samvistum væri við meinta kikhóstasjúklinga, og get ég varla litið svo á, að ónæmisaðgerð- irnar gegn veikinni hafi verið svo algerar. Akureyrar. Tilfelli efalaust miklu fleiri en skráð eru, þar eð mikill fjöldi tilfella var svo léttur, að læknir var ekki sóttur. Grenivíkur. Barst hingað í apríl- mánuði, en flest verða sjúkdómstil- fellin i maí og júní. Veikin var væg, enda flest börnin, sem gátu fengið hann, sprautuð með kikhóstavaccine. Breiðumýrar. Eflaust fleiri tilfelli en á inánaðaskrám. M. a. voru 2 til- felli á afskekktum bæ, þar sem fáir komu og ekki vitað, hver borið hafði veikina þangað. Veikin var væg, enda öll börnin bólusett við kikhósta, að einu undanteknu. Húsavíkur. Varð fyrst vart í sept- embermánuði í Reykjahverfi (ekki þá fyrst i héraðinu, þvi að 11 tilfelli eru skráð í maí, og var það faraldur í Flatey á Skjálfanda, eftir því sem seg- ir i athugasemd á mánaðarskrá). Ör- ugglega nokkuð útbreiddur á Húsavík í nóvember—desember. Veikin var af- ar væg, enda börnin yfirleitt bólusett gegn kikhósta. Vafalaust má telja, að vantalið sé á farsóttaskrá, þvi að vont kvef gekk samtímis í börnum og full- orðnum. Þórshafnar. Barst hingað í október. Hafði þá gengið í Kópaskershéraði. Samkvæmt óskum héraðsbúa hafði ég þegar um sumarið bólusett á þriðja hundrað börn. Virtist greinileg vörn í þessu. Kikhóstinn vægari og stóð skemur í bólusettum börnum. Aureo- mycin gaf og góða raun. Fvlgikvillar ekki áberandi. Vopnafi. Eins og áður er getið, varð ekki með vissu greint, hverjir voru með kikhósta, vegna þess hve algeng- ur þurrahósti var vor- og sumarmán- uðina, er kikhóstinn var á ferðinni. Kikhóstinn barst inn í héraðið í jéiní- mánuði með barni, sem kom hingað frá Sauðárkróki. Gekk hann hér mán- uðina júlí og ágúst. Fáir sjúklingar fengu hita, sem teljandi væri. Ungum börnum, sem ekki hélzt niðri matur vegna hóstans, var gefið chloromyce- tín. Virtist lyfið verka sefandi á hóst- ann og bæta að mun líðan barnanna. Áður og um það leyti, sem kikhóst- ans varð vart, voru flest börn i kaup- túninu bólusett við kikhósta. Bakkagerðis. Gekk i næstu sveitum og mikill hluti barna hér var spraut- aður gegn honum, en menn vörðust og sluppu. Nes. Allútbreiddur faraldur í apríl —maí, júní og júlí. Flest tilfellin frem- ur væg, en bronchitis og almennur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.