Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 89
— 87 —
1952
Chorea:
Jiuík. Á mánaðarskrár í Rvík eru
skráf5 3 tilfelli, án þess að frekari
grein sé gerð fyrir, þ. e. í marz: 5—
10 ára: kona 1; í mai: 1—5 ára: kona
1; 5—10 ára: karl 1.
Choriomeningitis epidemica:
Ólafsvíkur. í veikindum mínum i
mai til ágústloka hafði ég ágætlega
lærðan ungan aðstoðarlækni, er
greindi 2 tilfelli af choriomeningitis,
og ég svo hið þriðja af hans lærdómi.
2 þessara tilfella eru skráð sem lym-
phoclioriomeningitis á mánaðarskrá,
annað í júli: 1—5 ára kona, og hitt í
ágúst: 10—15 ára kona.
Conjunctivitis epidemica:
Seyðisfj. Nokkuð bar á augnangri i
október—nóvember (5 skráðir, allir í
nóvember: 10—15 ára: konur 2; 20—
30 ára: kona 1; 40—60 ára: karl 1;
yfir 60 ára: karl 1). Sennilega sam-
fara kvefsótt. Oculentum penicillini
reyndist gagnslaust við þessum kvilla,
en augnangrið hvarf á 1—2 sólar-
bringum undan aureomycínsmyrsli.
Erysipeloid:
Ólafsvíknr. Á mánaðarskrá í júní:
15—20 ára: karl 1; 30—40 ára: karl
1; 15—20 ára: kona 1; í júli: 15—20
ára: konur 2.
Þingeyrar. Ervsipeloid 4 (þar af 3
á mánaðarskrá í ágúst: 40—60 ára:
karlar 2; yfir 60 ára: karl 1).
Sauðárkróks. Erysipeloid 5.
Hofsós: Á mánaðarskrá í ágúst: 30
—40 ára: karl 1; 40—60 ára: konur
2; i september: 15—20 ára: kona 1.
Grenivíkur. 6 tilfelli, sem læknuð-
ust fljótt.
Þórshafnar. Eins og fyrr áberandi
í sambandi við fiskflökun og í slátur-
tíð.
Vopnafj. 1 tilfelli.
Nes. 2 tilfelli i sláturtíð.
Búða. Nokkur tilfelli i sláturtíð.
Djúpavogs. Nokkur tilfelli í slátur-
tíð.
Exanthema subitum:
Rvík. Svo er skráð 1 tilfelli á mán-
aðarskrá í október, 0—1 árs meybarn,
og mun þá fæst talið af þvíliku, er til
fellur á heilu ári.
Infectio alimentaria:
Rvík. Með matareitrun eru 2 sjúk-
lingar skráðir á mánaðarskrá í júli:
20—30 ára: kona 1; 30—40 ára:
karl 1.
Meningitis pneumococcica:
Búðardals. 1 sjúklingur, 10 ára
drengur, veiktist að Sæíingsdalslaug.
Var þar við sundnám. Varð heiftar-
lega veikur og sendur suður á Lands-
spítala. Reyndist meningitis pneumo-
coccica.
Myelomeningitis nonbacterica:
Rvík. Svo er skráð 1 tilfelli á mán-
aðarskrá í júní, 20—30 ára karl, og
virðist illa eiga heima á farsóttaskrá.
Otitis epidemica:
Kleppjárnsreykja. Otitis media 4
tilfelli.
Flateyrar. Otitis media 4 tilfelli;
bati af pensilini og aureomycini.
Þingeyrar. Otitis media acuta 15.
Sauðárkróks. Allmikið bar á otitis
media í börnum í sambandi við suma
kveffaraldrana, og þurfti stundum að
gera myringotomia, en pensilín og
aureomycín dugðu vel.
Grenivíkur. 3 tilfelli af otitis media.
Vopnafj. Otitis media acuta catarr-
balis & suppurativa 6.
Nes. Otitis media: Síðustu 5 mán-
uði ársins var kvilli þessi ótrúlega al-
gengur, samanborið við það, sem virð-
ist hafa verið á allmörgum undan-
förnum árum, í þessu læknishéraði og
flestum öðrum, samkvæmt Heilbrigð-
isskýrslum og öðrum upplýsingum. Á
þessum tíma fann ég otitis media í
ekki færri en 30 börnum í Neshéraði,
og fengu allmörg þeirra kvillann 2—5
sinnum á þessum 5 mánuðum. Myrin-
gotomia var gerð í nær öllum þessum
tilfellum, og staðfesti árangur hennar
sjúkdómsgreininguna, í þau tiltölulega
fáu skipti, þar sem anamnesis og oto-
scopi, ásamt öðrum kliniskum rann-
sóknum, skáru ekki úr. Allir sjúkling-
arnir fengu pensilin, sem verkaði oft-