Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Qupperneq 90
1952
— 88 —
ast vel. Við nokkrum pensilínresistent
tilfellum var gefið chloromycetín,
streptomycin eða sulfacombin. Kvilli
þessi var langalgengastur i ungbörn-
um, í sambandi við nasopharyngitis.
Keflavíkur. Eitt af því, sem áber-
andi er um heilsufar hér á Suðurnesj-
um, er tíðleiki eyrnabólgu í ungbörn-
um. Má næstuin heita fátítt, að barn
nái 1—2 ára aldri án þess að hafa
fengið bólgu í eyrun, og mjög algengt
er, að grafi, svo að stinga verði á
liljóðhimnu. Af þessu leiðir mikla not-
kun á dýrum lyfjum, svo sem pensi-
líni, aureomycini o. fl. Geta má þess,
að þar sem eyrnabólga er ekki á far-
sóttaskrá (mánaðarskrá), mun hún
verr tíunduð en skyldi, en með tilliti
til heilsufars almennt væri full ástæða
til, að svo væri. Orsakir þessa kvilla,
fram yfir það, sem annars staðar er,
eru mér ókunnar. En manni gæti dott-
ið i hug, að veðurfarið ætti hér ein-
hvern hlut að máli. Veðrátta hér á
Suðurnesjum er mjög umhleypinga-
söm; stormar eru tíðir, úrkomur mikl-
ar, og sífelldar breytingar á veðrátt-
unni, enda er kvef injög algengt árið
um kring. Gæti þetta ef til vill leitt
til þess, að eyrnabólga sé algengari
hér en annars staðar, t. d. á Norður-
landi, þar sem staðviðri (froststillur)
eru meiri. Skráðir á mánaðarskrár
með otitis media í þessu héraði á ár-
inu eru 54, þ. e. í febrúar 4, marz 10,
apríl 14, maí 23 og júni 3. Eftir ald-
ursflokkum og kyni skiptast sjúkling-
arnir þannig: 0—1 árs: karlar 8, kon-
ur 11; 1—5 ára: karlar 10, konur 7;
5—10 ára: karlar 6, konur 7; 10—15
ára: karl 1, konur 4.
Pityriasis simplex:
Flateyrar. Á mánaðarskrá í janúar
skráð 1 tilfelli, 1—5 ára drengur.
Psittacosis:
Vestmannaeyja. Ekkert tilfelli á ár-
inu, þótt nokkuð muni „blótað á laun“.
Radiculo-meningitis:
Rvík. Á mánaðarskrá i júní er 1
sjúklingur skráður með þenna sjúk-
dóm, 15—20 ára karl.
Sepsis:
Ólafsvikur. Á mánaðarskrá í maí
er 1 sjúklingur skráður með sepsis
acuta, 40—60 ára karl.
Tetanus:
Vestmannaeyja. Ekkert tilfelli. Blóð-
vatn er óspart notað, þar sem götu-
óhreinindi komast í sár. Öll ungbörn
nú bólusett gegn veikinni með „triim-
munol“ i sambandi við barnaveikis-
og kikhóstabólusetningu.
Vertigo:
Rvík. Nokkur faraldur virðist hafa
verið af óskýrgreindum svima, bæði
í febrúar—apríl og síðan í nóvember
—desember. Skráð eru alls 21 tilfelli
þannig: í febrúar 4, marz 6, apríl 2,
nóvember 3, desember 6. Eftir ald-
ursflokkum og kyni skiptust sjúkling-
arnir þannig: 10—15 ára: konur 3;
15—20 ára: karl 1, kona 1; 20—30
ára: karlar 3, konur 3; 30—40 ára:
karl 1, konur 4; 40—60 ára: karlar 2,
konur 3.
B. Aðrir næmir sjúkdómar.
Krabbamein. Drykkjuæði.
Töflur V, VI, VII, 1-4, VIII, IX og XI.
1. Iíynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1 —3.
1948 1949 1950 1951 1952
Gonorrhoea 543 375 208 220 246
Syphitis 61 54 37 25 12
Ulcus vener. »> 1 1 »»
Lekandatilfellum er nú hætt að
fækka og jafnvel síður en svo. Hins
vegar hraðfækkar skráðum sárasóttar-
tilfellum, og virðast góðar horfur á,
að sárasótt sé þá og þegar úr sögunni.
Á farsóttaskrá i Rvík i júní skýtur
upp kolli kynsjúkdómur, sem aldrei
áður hefur verið skráður hér á landi.
Er það svo kallað eitlafár (lympho-
granuloma inguinale s. venereum): 30
—40 ára karlmaður, en á honum eru
ekki sögð frekari deili.