Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 91
— 89 —
1952
Skýrsla kynsjúkdómalæknis
ríkisins 1952.
Gonorrhoea: Samtals komu til mín
á árinu 154 sjúklingar með þenna
sjúkdóm, þar af voru 43 konur og
111 karlar. Sjúklingafjöldinn er þvi
nokkru meiri en siðast liðið ár. Til
lækningar hef ég nú sem fyrr nálega
eingöngu notað pensilín, sem enn er,
þrátt fyrir hin mýmörgu antibiotica,
langbezta lyfið, sem völ er á við lek-
auda. Eftir aldursflokkum skiptust
sjúklingarnir þannig:
15—20 20—30 30—40 40—60 Samtals
Konur 18 24 1 „ 43
Karlar 23 76 9 3 111
Fylgikvillar voru sem fyrr mjög
fáir: Prostatitis 3, epididymitis 4.
Syphilis: Alls leituðu til min aðeins
árinu, og er það enn færra en siðast
liðið ár. Sérstaklega er það athyglis-
vert, að aðeins 1 sjúklingur kemur
með s. primaria, og hafði hann smit-
azt erlendis. Hinir sjúklingarnir höfðu
allir latent s. secundaria & tertiaria.
3 börn með s. congenita komu i leit-
irnar, er mæður þeirra reyndust sjúk-
ar við blóðrannsókn þá, sem nú er
framkvæmd á öllum barnshafandi
konum á fæðingardeild Landsspital-
ans. Búast má við, að enn finnist á
næstu árum nokkrir sjúklingar með
þenna sjúkdóm, sem smitazt hafa, en
aldrei leitað sér lækningar, en ef al-
gerleffa tekur fyrir nýsmitanir, eins og
reynsla síðustu ára bendir til, eru
góðar horfur á, að syphilis sé deyj-
andi sjúkdómur hér á landi, og eru
það mikil tiðindi og g'óð.
Sjúklingar þessa árs skiptust þannig
11 sjúklingar með þenna sjúkdóm á eftir aldri og kyni:
5—10 10—15 15- -20 20- -30 30- -40 Yfir 60 Samtals
M K M K M K M K
Syphilis primaria • • >» >> >> >> >> „ 1 „ >> „ 1
— secundaria . . • • >> >> >> >> 2 í >> í » „ 4
— tertiaria >> >> » >> >> >> í >> 1 2
— congenita ... 1 1 >> í » » » >> » „ 3
Ulcus venereum . • • >> » >> >> 1 „ >> » >> 1
1 1 » í 3 í 1 2 >> 1 11
6 sjúklingar höfðu lokið lækningu
sinni um áramót. 4 sjúklingar voru
enn i lækningu. 1 sjúklingur fluttist
út á land í lækningu þar.
Flateyjar. Vitað er um einn mann
með syphilis tertiaria. Fluttist úr hér-
aðinu á árinu.
Þingeyrar. 2 lekandatilfelli, án fylgi-
kvilla, rakin til Reykjavíkur.
Flateyrar. Togari kom með 5 karl-
menn, er höfðu fengið gonorrhoea i
Englandi. 1 karlmaður fékk recidiv,
taldi sér batnað, en eftir ca. 3 mánuði
gætti einkenna á ný; smitaðist i Eng-
landi. í júní leitaði til mín sjúkling-
ur, er var hér á ferð; var með recidiv.
Kona nokkur kom frá Keflavík og
hafði fengið meðferð þar, en smásjár-
skoðun benti á recidiv. Allir áður-
greindir sjúklingar höfðu fengið pensi-
línmeðferð, en ég gaf streptomycín að
auki með fullum bata í þeim tilfell-
um, sem ég fylgdist með.
Bolungarvíkar. Lekandi kemur nú
fyrir i fyrsta sinn, siðan ég kom hing-
að. Piltur smitaðist á Isafirði og annar
á Siglufirði og að minnsta kosti 1, ef
ekki 2, stúlkur héðan, en vafi var um
aðra.
ísafí. 2 karlmenn með lekanda voru
utanhéraðsmenn, sem dvöldust hér
skamma stund. Hinir höfðu fengið
sjúkdóminn í siglingu á togurum.
Kona sýktist af lekanda í Keflavik á
síðast liðnum vetri. Fékk hún þar
„abortiv" pensilínmeðferð, en batnaði
ekki til fulls. Fékk hún enn pensilin
á síðast liðnu sumri og aftur án
árangurs, því að þegar hún kom hing-
að í október, var hún með verulega
útferð. Við athugun kom fljótlega í
12