Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Blaðsíða 96
1952
— 94 —
1 héraðinu. Allgóðar aðstæður eru hér
til eftirlits með „gömlum“ sjúklingum,
þar sem gott röntgentæki er til á
sjúkrahúsinu. 5 sjúklingar fá þar loft-
brjóstaðgerðir að staðaldri. 52 ára
bóndi úr Aðaldal sendur snemma á
árinu á Kristneshæli, og dvelst hann
þar enn. 26 ára kona send á Finsens
Institut á vegum berklayfirlæknis
vegna þrimlaberkla; kom heim eftir
ca. 3 mánuði og talin þar hafa acne
vulgaris. Fékk elcki fullan bata í ferð-
inni.
Þórshafnar. Maður fékk spondylitis
og var sendur á Landsspítalann. Smit-
un ókunn. Annar fékk tbc. pulmonum
utan héraðs. Var sendur á Vífilsstaði.
Iíom heim á árinu og fékk pneumo-
tborax artificialis. Auk þess fram-
kvæmdar loftbrjóstaðgerðir á konu
frá Vopnafirði.
Vopnafj. Enginn nýr berltlasjúkling-
ur. 19 ára piltur grunaður um tbc.
pulmonum og talinn á mánaðarskrá
fyrir desember með spurningarmerki,
andaðist á farsóttahúsinu í Reykjavík
fyrir áramót. Við krufningu reyndist
hann hafa pneumonia duplex og ne-
phritis chronica duplex, en ekki tbc.
pulmonum. Maður, sem kom heim af
Iíristneshæli, veiktist á ný upp úr in-
flúenzu og var sendur á hælið. Kona
kom heim af Kristneshæli, fékk loft-
brjóstaðgerðir, fyrst á Þórshöfn en
síðan hér.
Seyðisfj. 1 nýr sjúklingur, 28 ára
kona, gift. Kom frá Reykjavik með
infiltrat i hægra lungnabroddi. Er nú
undir eftirliti heima. 7 ára drengur
dvelst á sjúkrahúsinu með hilitis;
annar 9 ára drengur er skráður með
hilitis og er undir eftirliti heima.
Nes. 2 nýir berklasjúklingar: 25 ára
kona með pleuritis tbc.; góð líðan í
árslok. 63 ára karlmaður, sem virkir
berklar fundust í snemma árs, var
sendur á Kristneshæli og lá þar um
áramót.
Búða. Engin ný tilfelli.
Djúpavogs. Virðist nú vera að syngja
sitt siðasta vers hér í héraðinu, ef svo
heldur áfram sem hingað til. Aðeins
2 á Berufjarðarströnd undir eftirliti,
en frískir báðir, að heita má. Ekkert
barn í Breiðdal svarar nú jákvætt
fyrir berklaveiki né heldur í Álfta-
firði.
Vestmannaeyja. 2 sjúklingar með
smitandi lungnaberkla í héraðinu á
árinu. Var annar roskinn sjúklingur,
sem dvaldist í heimahúsum, og dó
hann á árinu. Hinn var roskin kona,
sem smitað hafði 2 syni sina, áður
en hún fannst; veiktust þeir báðir og
voru lagðir á sjúkrahúsið hér, en kon-
an var flutt á Vífilsstaði. 4 aðrir ung-
lingspiltar smituðust á árinu, og veikt-
ust 2 þeirra. Þessir piltar voru allir
tilheyrandi sömu skipshöfn. Um vorið
og sumarið, þegar farið var að leita
uppi smitberann, sem álitinn var til-
hevra skipshöfninni, voru mennirnir
dreifðir viðs vegar um Suðurland, og
var berklayfirlækni gert viðvart um
liað. Mun hann hafa haft uppi á mönn-
unum, en ekkert hafðist upp úr leit-
inni, hvorki þar né hér á staðnum.
1 barnaskólapiltur veiktist um haust-
ið. Hann hafði verið í sveit um sum-
arið, og var hlutaðeigandi héraðs-
lækni gert viðvart um það.
Keflavíkur. Tvímælalaust þokast í
áttina að hefta útbreiðslu berkla i
landinu. En þó verður enn um sinn
að balda vörnum vakandi, því að ein-
stök tilfelli koma fyrir, án þess að
upptök verði rakin. í Keflavíkurhér-
aði, þar sem menn safnast saman í
atvinnuleit hvaðanæva af landinu, er
hættara við þessu en annars staðar,
en á þessu ári hefur lítið borið á
nýjum tilfellum af berklaveiki, þó að
komið hafi það fyrir, og er árið i
betra lagi, hvað þetta snertir.
3. Geislasveppsbólga
(actinomycosis).
Töflur V—VI.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. „ 1 „ 1 „
Þánir „ „ „ „ „
Ekki skráð á árinu, en eins tilfellis
er þó getið hér á eftir.
Nes. 1 tilfelli mun hafa komið fyrir,
en ekki skráð. Miðaldra bóndi leitaði
héraðslæknis vegna alllangvarandi
harðrar fyrirferðaraukningar undir