Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 101
99
1952
liús Hvítabandsins í júní og lá þar til
25. október, er hún andaöist. Ekki
tókst að greina sjúkdóminn fyrr en
við krufningu. En þá reyndist hann
vera krabbamein i brisi með mein-
varpi til lifrar og fleiri liffæra. 57 ára
karlmaður, bóndi i Bæjarhreppi, var
með krabbamein í maga. Leitaði fyrst
læknis i Reykjavík skömmu fyrir slátt.
Kom til mín 25. október. Yar hér á
skýlinu til 30. október og fór til
Reykjavíkur rúmri viku siðar. Var
skorinn upp á Landakotsspitala og dó
þar. Tvítug stúlka úr Staðarhreppi
með krabbamein í lifur. Sjúkdóms-
greining reyndist mjög örðug og varð
fyrst ákveðin með prófskurði. Hún er
nú í Reykjavík, ekki á sjúkrahúsi.
Vonlaust tilfelli. 75 ára bóndi úr Viði-
dal með magakrabba. Skorinn upp i
Landsspítalanum í október. Hefur ver-
ið vel frískur síðan. 65 ára karlmaður
á Hvammstanga með krabbamein í
prostata. Prostatectomia á sjúkrahúsi
Hvítabandsins í desember. Sjúkdóms-
greining staðfest með smásjárrann-
sókn. Kom heim i janúar 1953 og er
nú vel frískur. Notar stilbestról.
Blönduós. Hefur verið með allra
minnsta móti, því að ekki var skráður
nema 1 nýr sjúklingur, kona á níræð-
isaldri, sem dó úr ca. coli. 2 aðrir,
sem vitað var um og báðir voru ban-
vænir i ársbyrjun, dóu á árinu, svo
að í árslok er ekki vitað um neinn
krabbameinssjúkling í öllu héraðinu,
aldrei þessu vant.
Sauðárkróks. 2 karlmenn með ca.
ventriculi; dó annar hér á sjúkrahús-
inu, en hinn var ópereraður í Reykja-
vík og dó þar stuttu síðar. Gömul kona
með ca. oesophagi, og 51 árs kona með
ca. vesicae urinariae var ópereruð á
Landsspitalanum. Hafði tvisvar áður
verið ópereruð þar vegna papilloma
vesicae urinariae. Auk þeirra sjúk-
linga, sem hér eru taldir, dóu 2 sjúk-
lingar héðan úr illkynja meinum á
árinu: Kona með glioma cerebri, er
hafði verið ópereruð i Kaupmanna-
böfn rúmu ári áður, og 60 ára maður,
er árið áður hafði verið ópereraður i
Reykjavik vegna ca. ventriculi. Hann
dó i Reykjavík.
Hofsós. Vitað um 5 krabbameins-
sjúklinga i héraðinu. Einn þeirra
skráður 1951, hinir skráðir á þessu
ári. Allt eru þetta karlmenn, 4 með
cancer ventriculi, 1 með cancer coli.
3 sjúklinganna dóu á árinu.
Ólafsfj. Kona skráð. Hafði í langan
tíma haft gulu, er fór vaxandi, en dró
að fara til læknis. Var send til Siglu-
fjarðar og skorin þar upp. Reyndist
vera um cancer pancreatis inopera-
bilis að ræða. Dó á árinu.
Akureyrar. Vitjað hafa læknis á ár-
inu vegna krabbameins 18 innanhér-
aðssjúklingar, þ. e. 9 konur, og dóu 6
þeirra á árinu, og 9 karlar, en af þeim
dóu 5 á árinu, og 6 utanhéraðssjúk-
iingar, 2 konur, og dó önnur þeirra á
árinu, og 4 karlar, og dóu 3 þeirra á
árinu. Samtals eru þá dánir iir kabba-
meini 15 sjúklingar á árinu, 11 innan-
héraðssjiiklingar og 4 utanhéraðssjúk-
lingar.
Breiðumýrar. 2 menn á níræðisaldri
dóu úr krabba á árinu, en hvorugur
þeirra á mánaðarskrá. Hins vegar er
1 maður skráður með ca. ventriculi,
samkvæmt sjúkdómsgreiningu læknis,
sem gerði á honum resectio ventri-
culi, en var ekki staðfest við smásjár-
skoðun.
Húsavíkur. 3 sjúklinpar skráðir í
fyrsta sinn. 2 þeirra dóu eftir stutta
legu á sjúkrahúsinu hér. Leituðu ekki
læknis fyrr en lækningatilraunir voru
algerlega útilokaðar. Annar, karlmað-
ur, 49 ára, og hinn, kona 55 ára, bæði
með ca. ventriculi og meinvarp í lifur.
Þriðji sjúklingurinn, karlmaður 78 ára,
með ca. labii inf., fékk röntgenlækn-
ingu á Landsspítalanum og virðist
heilbrigður. 53 ára kona með ca.
mammae dó á árinu, eftir að hafa ver-
ið inoperabilis í riimlega 2 ár. Ekki
getur það talizt góð útkoma að sjá
ekki krabbameinssjúklinginn fyrr en
dauðinn er á næsta leiti, en svo mun
það vera alloft.
Þórshafnar. Sjúklingur með ca. ven-
triculi var sendur héðan á sjúkrahús-
ið á Akureyri. Lézt þar.
Vopnafj. 78 ára karlmaður, að því
er næst varð komizt með ca. prostatae
sem banamein. 78 ára kona með ca.
mammae var send á Landsspítalann
til aðgerðar. Er við góða heilsu enn-