Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Qupperneq 102
1952
— 100 —
þá. 71 árs karlmaður með ca. pulmon-
um dó.
Nes. Skráður krabbameinssjúkling-
ur dó á árinu, og auk þess eru 3 gam-
almenni, sem ekki voru skráð með
krabbamein, talin hafa látizt af völd-
um þess.
Búða. 4 sjúklingar. 2 dóu á árinu,
miðaldra bóndi með ca. ventriculi, og
maður á sjötugsaldri með ca. pros-
tatae. Þriðji sjúklingurinn, miðaldra,
var skorinn upp á Landsspitalanum.
Er við góða heilsu. Fjórði sjúklingur-
inn, 59 ára ekkja, með ca. uteri.
Kirkjubæjar. Fertug kona dó úr
krabbameini snemma á árinu. Engin
ný tilfelli.
Vestmannaeyja. 6 veiktust á árinu.
9 krabbameinssjúklingar taldir hraust-
ir eftir aðgerðir, geislun eða skurð,
fyrir 1—11 árum, og eru þeir allir
undir eftirliti.
Eyrarbakka. 2 létust á árinu úr ill-
kynja æxlum, öldruð kona úr krabba-
meini og gamall karlmaður úr sark-
meini.
9. Drykkjuæði (delirium tremens).
Töflur V—VI.
1948 1949 1950 1951 1952
Sjúkl. » » 1 5 4
Dánir » >» »> » »
Eflaust fer fjarri því, að hér sé öllu
til skila haldið.
Flateyrar. Sjúklingur var sendur til
Reykjavíkur vegna depressio mentis,
en kom aftur með delirium tremens
og phenemalintoxicatio. Dvaldist um
tíma hér á sjúkrahúsinu.
Blönduós. Hefur ekki gert vart við
sig, enda er enginn algerður alkó-
hólisti í héraðinu, þó að nokkrir
drvkkjumenn séu hér sem annars
staðar.
Akureyrar. 1 sjúklingur skráður á
árinu með drykkjuæði (ekki á mán-
aðarskrá) og var lagður á sjúkrahús
Akureyrar; 4 aðrir áfengissjúklingar
voru lagðir inn á sjúkrahúsið til út-
vötnunar og þar á meðal 1 kona.
C. Ýmsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
Búðardals. Eins og áður eru tann-
skemmdir mjög framarlega (177 tenn-
ur dregnar úr 75 manns).
Reykhóla. Auk farsótta tannskemmd-
ir, meltingartruflanir, blóðleysi og
margs konar taugaslen.
Flateyjar. Auk kvefsóttar tann-
skemmdir, igerðir og smáslys alls
konar.
Flateyrar. Farsóttir og tannskemmd-
ir.
Súðavíkur. Tannskemmdir mjög á-
berandi. Mikið ber á gigtar- og melt-
ingarkvillum.
Árnes. Tannskemmdir, blóðleysi og
meltingartruflanir, gigt í vöþvum og
taugum.
Hólmavíkur. Næst farsóttum koma
tannskemmdir, gigt, meltingartruflan-
ir, taugaveiklun alls konar og húð-
sjúkdómar.
Hvammstanga. „Farsóttir“ (376),
tannskemmdir (162 tennur teknar úr
93 sjúklingum); meltingarkvillar,
magakvef, magasár, ristilbólga, ob-
stipatio o. s. frv.; meiðsli ýmiss konar,
sár og kaun, ígerðir o. þ. h.; „gigt“,
alls konar slen og slappleiki allalgeng-
ar kvartanir að venju.
Sauðárkróks. Sem áður farsóttir
alls konar, eða meir en % allra
skráðra sjúklinga; þar næst koma slys,
þá tauga- og gigtarsjúkdómar, ígerðir
og bráðar bólgur, húðsjúkdómar, melt-
ingarkvillar, tannsjúkdómar, augnsjúk-
dómar, kvensjúkdómar og fæðingar,
blóðsjúkdómar, háls-, nef- og eyrna-
sjúkdómar, nýrnasjúkdómar, hjarta-
og æðasjúkdómar, lungnasjúkdómar.
Hofsós. Algengustu sjúkdómar, auk
farsótta, eru eins og áður tannskemmd-
ir, alls konar gigt, meltingarkvillar og
taugaveiklun.
Ólafsfi. Á þessu ári verða sjúklingar
með tannskemmdir langflestir vegna
dvalar tannlæknis í héraðinu. Til min
leituðu 52 sjúklingar, og dró ég út 103
tennur. Til Ole Bieltvedt tannlæknis
komu 150 skólabörn og 119 fullorðnir,
og eru samtals 321 sjúklingur með
tannsjúkdóma. Næstir koma svo tauga-