Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Page 108
1952
— 106 —
Húsavíkur. 1 sjúklingur notar insú-
lín að staðaldri.
Vopnafj. 1 tilfelli, áður skráð.
Nes. 3 sjúklingar nota nú insúlín að
staðaldri. 1 nýr sjúklingur á árinu, 12
ára drengur, með allsvæsna sykursýki.
Sendur til Reykjavíkur til rannsóknar
og ákvörðunar á mataræði og insúlín-
þörf. Er nú heima við allgóða heilsu.
1 sykursýkissjúklingur dó á árinu.
Búða. Sömu sjúklingar og áður.
25. Dysmenorrhoea.
Kleppjárnsreykja. 7 tilfelli.
Þingeyrar. 2 tilfelli.
Vopnafj. 1 tilfelli.
26. Dyspepsia.
Ólafsvíkur. Achylia, hypoclilor-
hydria 3 tilfelli, dyspepsia 2.
Þingeyrar. 12 tilfelli.
Vopnafj. 13 tilfelli.
27. Eczema.
Rvik. Sveinbarn á 1. ári þjáðist af
exi, og var borið á 5% resorcín-
smyrsl. Barnið dó, og var smyrslinu
um kennt.
Flateyjar. Nokkrir sjúklingar.
Þingeyrar. Eczema infantum 3, adul-
torum 14.
Flateyrar. 8 tilfelli; gengur þar á
ýmsu, stundum bati, en recidiv alltaf
öðru hverju. Á höndum 3, á fótum 2
og hingað og þangað á líkamanum 3.
Súðavíkur. 3 með eczema chronic-
um, sem gengur illa að lækna.
Árnes. 6 sjúklingar hafa leitað til
min með eczema. Útbrotin voru á litlu
svæði á öllum, og tókst ýmist að halda
þeim i skef jum eða eyða þeim til fulls.
Ólafsfj. Árlega nokkrir sjúklingar.
Oft erfitt að bæta.
Grenivíkur. Oft virðist um allergie
að ræða, þótt orsakirnar finnist ekki;
útbrotin oft þrálát og vilja koma aft-
ur, þó að þau virðist læknuð í bili.
Húsavíkur. Algengur kvilli og erf-
iður viðfangs, einkum vegna recidiv-
hættunnar.
Vopnafj. Eczema cruris varicosum
13, eczema 27.
Bakkagerðis. 9 tilfelli.
Nes. Alltíður og leiður kvilli hér
sem annars staðar.
28. Emphysema pulmonum.
Búðardals. 2 sjúklingar með em-
physema & cor pulmonale. Er annar
þeirra ungur maður, lítt vinnufær
sakir sjúkdóms síns. Hinn, sem er
eldri, fær slæm köst, en vinnur á
milli.
Flateyrar. 6 tilfelli, allt roskið fólk,
sem leitar læknis vegna þráláts kvefs
eða annarra fylgikvilla.
Nes. Nokkuð algengur sjúkdómur,
einkum í rosknum mönnum.
Hafnar. 2 konur og 7 karlar, 63—-
88 ára.
29. Enuresis nocturna.
Kleppjárnsreykja. 4 tilfelli.
Flateyrar. 3 börn fengu öll ephe-
drínmeðferð, 1 með fullum bata, en
enginn árangur hjá hinum 2.
Grenivíkur. 4 tilfelli. Gengur mis-
jafnlega að bæta þenna kvilla.
Nes. Nokkur tilfelli á aldrinum 5—12
ára. Belladonna, ephedrin, bætiefni og
nokkur psychotherapia hafa borið all-
g'óðan árangur.
30. Epilepsia.
Iileppjárnsreykja. 3 tilfelli.
Ólafsvíkur. Epilepsia 3, narcolep-
sia 2.
Búðardals. Öldruð kona dó úr sjúk-
dómi þessum. Hafði gengið með hann
mestan hluta ævinnar. Notaði alltaf
laukdropa við köstunum, og þótti þeir
betri en luminal.
Flateyrar. 3 tilfelli. Roskin kona,
flogaveik frá 8 ára aldri, varð fyrir
höfuðhöggi. Góður árangur af tabl.
phenemali 1x2. Önnur er ung stúlka;
fær tabl. phenantoini 1x2 og virðist
haldast einkennalaus. Þriðji sjúkling-
urinn fáviti frá fæðingu.
Hólmavíkur. 1 sjúklingur, sami og
áður.
Hvammstanga. 3 sjúklingar, sömu
og áður. Er einn þeirra, 15 ára piltur,
slæmur af þessum kvilla, fær oft köst
daglega. Hann var um tíma í Reykja-
vík hjá sérfræðingi og fékk diphenyl-
hydantoin. Árangur litill.
Ólafsfj. 1 sjúklingur.
Breiðumýrar. 1 karlmaður. Fékk
status epilepticus í marz. Hafði staðið
mikinn hluta nætur og lét ekki undan,