Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 111
109 —
1952
Nes. Alltíður kvilli roskinna og
gamalla sem annars staðar. Ekkert
svæsið tilfelli mér kunnugt.
41. Hypotonia arteriarum.
Flateijrar. 3 tilfelli, karlmenn á
aldrinum 35—50 ára. Tensio 80—90/
50—55. Kvartanir: Leti, drungi, svefn,
kvíði, impotens. Ýmis sefandi meðöl
reynd án árangurs og þá gefið am-
phetamín, 1 tabl. x2 aðra hverja viku
í mánuð, síðan tabl. novatrophedrini
1 tabl. x3 frá 2—5 mánuði með bata.
Nes. Nokkur væg tilfelli. Grunur um
hypocalcaemia í 2 þeirra.
42. Idiosyncrasia.
Ólafsvíkur. Allergiskir sjúkdómar
(aðallega húðsjúkdómar) 15 tilfelli.
Flateyrar. 5 tilfelli. Sjúklingurinn,
sem getið er um á síðasta ári, fær sí-
felld recidiv, en helzt við með ljósum,
eins og þá var greint. í þessu sama
frystihúsi er sjúklingur með iritis
chronica, sem aðeins suspensio op-
thalmica cortisoni heldur niðri, en
er dýrt fyrir sjúklinga. Maður nokkur
hefur haft rhinitis chronica af þess-
um toga, en árangur lélegur, unz sjúk-
lingurinn fékk tabl. anautini; helzt vel
við af þeim.
Þórshafnar. Nokkur tilfelli eftir
sulfonamidnotkun í húðsár (notað
pulv. penicillini c. sulfadiazino). Þörf
væri á hreinu pensilínsáradufti. Við
ofnæminu virðist diphenhydramín
gefa góða raun.
Nes. Ótrúlega algeng er hér joðidio-
syncrasia og langtum tiðari en mér er
kunnugt um annars staðar. Væri senni-
lega „merkilegt rannsóknarefni“. Fá-
ein tilfelli annars uppruna.
43. Migraene.
Flateyjar. 3 tilfelli.
Þingeyrar. 2 tilfelli.
Ólafsfj. 2 sjúklingar, hvort tveggja
konur.
Vojmafj. 1 tilfelli.
Nes. 3 greinileg tilfelli og nokkur
ótýpisk. Gynergen með coffeíni ber
allgóðan árangur.
Búða. Sömu sjúklingar og áður, 2
ungar stúlkur.
44. Morbi oto-laryngici.
Flateyrar. Háværar raddir eru uppi
um það að fá fleiri sérfræðinga til
að ferðast um landsbyggðina, eins og
augnlæknar gera og tannlæknar gera
ótilkvaddir; einkum er óskað eftir
nef- og hálslækni.
Nes. Háls-, nef- og eyrnasjúkdómar
algengir. Margir sjúklingar sendir til
Reykjavikur til sérfræðinga.
45. Morbus Addisonii.
Hvammstanga. Sjúklingur hinn sami
og fyrr (skráður 1949). Notar stöðugt
Doca. lleilsan tæp.
46. Morbus Basedowii.
Ólafsvíkur. 1 tilfelli.
Flateyrar. 2 tilfelli, annað ópererað,
en hitt batnaði við medicinska með-
ferð.
Árnes. 50 ára kona með struma og
lítils háttar Basedowseinkenni.
47. Morbus cordis.
Kleppjárnsreykja. Mb. cordis 18.
Þingeyrar. Mb. cordis arteriosclero-
ticus 4.
Flateyrar. Asthma cardiale hafa 3
g'amlir karlmenn. Alls 20 tilfelli hjarta-
sjúkdóma, öll staðfest af sérfræðingum
og öll með E. kg-breytingum. 1 stúlka
með meðfæddan hjartagalla er nú
orðin hálfgerður krypplingur. Skurð-
ur ekki talinn koma til greina. 2 sjúk-
lingar að auki með hypertensio yfir
200/100, en í 10 tilfellum er arterio-
sclerosis talin orsökin.
Súðavíkur. 3 tilfelli.
Hólmavíkur. 6 aldraðar manneskj-
ur. Af þeim dóu 3.
Blönduós. Morbus cordis congeni-
tus hefur 13 ára drengur hér. Ég hef
fylgzt með honum frá fæðingu, og
virðist þessi likamsgalli há honum
minna nú en fyrrum. Á lokugöllum
ber frekar litið, og sama má segja um
leiðslugalla, en aftur á móti ber tals-
vert á hjartakveisu. Einum sjúklingi,
sem ekki þoldi neina áreynslu og ekki
nema mjög hægan gang á jafnsléttu,
gaf ég nitroerythrol mánuðum saman
með þeim árangri, að hann kennir nú
engra óþæginda við venjulegan gang