Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 115
— 113 —
1952
þaðan með belti vegna discusprolaps,
en eftir 3 mánuði var hann kominn
þangað aftur, og var nú gerð resectio
ventriculi, en allt virtist sækja í sama
horf, því að sjúklingurinn er því sem
næst alcohólisti.
Súðavíkur. Ulcus duodeni: 2 sjúlc-
lingar, skornir upp á Landakotsspít-
ala.
Blönduós. Hef á tilfinningunni, að
ulcus duodeni fari heldur í vöxt í
karlmönnum, og skal ósagt látið, hvort
samkeppnin við herliðið er nokkru
um þetta valdandi.
Grenivíkur. Nokkrir sjúklingar hafa
fengið kúr. Þurfa þó stöðugt að gæta
mataræðis og sumir að nota lyf ann-
að veifið.
Húsavilciir. Ulcus ventriculi talsvert
algengt, og er það að vonum, svo tiðir
sem meltingarkvillar eru orðnir. 1
kona send á Landsspítalann til upp-
skurðar og fékk talsverðan bata.
Vopnafí. Ulcus ventriculi 5, duo-
deni perforatum 1.
Nes. Ulcus ventriculi: Allmargir hér-
aðsbúar hafa þenna kvilla, og hafa
nokkrir verið sendir á árinu til rann-
sóknar og meðferðar i Reykjavík.
76. Urticaria.
Þingeyrar. 6 tilfelli.
Ólafsfí. Árlega nokkrir sjúklingar.
Grenivíkur. Alltaf noklcur brögð að
þessum kvilla.
Vopnafí. 2 tilfelli.
Nes. Alltiður krankleiki, tilfellin
yfirleitt væg.
Búða. Mörg tilfelli, bæði meðal
barna og fullorðinna.
77. Varices & ulcera cruris.
Kleppjárnsreykja. Ulcus cruris 3.
Ólafsvikur. 3 tilfelli.
Þingeyrar. 2 tilfelli.
Flateyrar. 8 tilfelli. 1 sjúklingur
skorinn á staðnum með sæmilegum
árangri. Fótasár illt á roskinni konu.
Greri eftir 3 mánaða legu.
Súðavíkur. Æðahnútar talsvert á-
berandi, einkum á kvenfólki. 1 tilfelli
af ulcus cruris varicosum.
Hvammstanga. Skurðaðgerð á konu
með mjög mikla æðahnúta. Dælt í
hnúta á 4 sjúklingum, 2 körlum og 2
konum.
Breiðumýrar. Ruptura varicum
cruris: 2 tilfelli, bæði með miklum
blæðingum.
Vopnafí. Ulcus cruris varicosum 10
tilfelli.
Nes. Margar konur þjást af þessum
sjúkdómi og fáeinir karlmenn.
D. Kvillar skólabarna.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa bor-
izt úr öllum læknishéruðum og ná til
15719 barna.
Af þessum fjölda barna voru 5 talin
svo berklaveik við skoðunina, að þeim
var vísað frá kennslu, þ. e. 0,3%c. Önn-
ur 43, þ. e. 2,7%», voru að vísu talin
berklaveik, en leyfð skólavist.
Lús eða nit fannst í 467 börnum,
eða 3,0%, og kláði á 14 börnum i 5
héruðum, þ. e. 0,9%«. Geitur fundust
ekki i neinu barni, svo að getið sé.
Við skoðunina ráku læknar utan
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sig á 91
af 9246 börnum með ýmsa aðra næma
kvilla, þ. e. 9,8%. Skiptust kvillar
þeirra, sem hér segir:
Angina tonsillaris.................. 21
Catarrhus resp. acutus ........... 63
Impetigo ............................ 4
Morbilii ............................ 3
Samtals 91
Um ásigkomulag tanna er getið í
öllum skólabörnum, er skoðuð voru.
Höfðu 9158 þeirra meira eða minna
slcemmdar tennur, þ. e. 58,3%. Fjölda
skemmdra tanna er getið i 14838
skólabörnum. Voru þær samtals 30510,
eða til uppjafnaðar 2,1 skemmdar
tennur í barni. Með meiri eða minni
reglu er getið viðgerðra tanna í 14200
börnum, og eru þau samtals með 7330
viðgerðar tennur, eða liðlega % tönn
til uppjafnaðar i barni.
Rvik (5773). Skólalæknar skoðuðu
5421 barn, 2648 pilta og 2773 stúlkur,
í 4 barnaskólum Reykjavikurbæjar
skólaárið 1951—1952. Helztu kvillar,
er skólalæknar láta getið, eru: Bein-
15