Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Side 126
1952
— 124
stæður: 22 þúsund króna árstekj-
ur.
S j ú k d ó m u r : Nephrolithiasis.
Hydronephrosis. Imbecilitas.
Félagslegar ástæður:
ÓmegS og rýrar tekjur.
31. 32 ára g. bílstjóra í Reykjavík. 4
fæSingar á 14 árum. Ekki greint,
hve langt komin á leiS. 4 börn
(14, 12, 11 og 9 ára) i umsjá kon-
unnar. íbúS: 2 smáherbergi (23
m2). FjárhagsástæSur sæmilegar.
Sjúkdómur: Depressio men-
tis psychogenes.
Félagslegar ástæSur:
EiginmaSur berklaveikur; þröng
húsakynni.
32. 35 ára g. sjómanni í Vestmanna-
eyjum. 3 fæSingar á 17 árum.
Komin 8 vikur á leiS. 3 börn (17,
7 og 3 ára) í umsjá konunnar.
IbúS sæmileg. FjárhagsástæSur
lélegar.
S j ú k d ó m u r : Epilepsia magno
gradu.
Félagslegar ástæSur:
ErfiSur fjárhagur, einkum vegna
þess, hve eiginmaSurinn er bund-
inn heima vegna sjúkdóms kon-
unnar.
V a n a S a r voru 10 konur, jafn-
framt því sem fóstri þeirra var eytt
(psychosis psychogenes, colitis, tbc.
pulmonum, status apoplecticus here-
ditarius, hysteria & pyelonephritis,
migraene, depressio mentis psycho-
gcnes, neplirolithiasis & hydrone-
phrosis, epilepsia).
Rvík. Kunnugt er um 14 fósturlát,
en þess ber að gæta, aS ekki er fyrir
hendi tala þeirra kvenna, er komu til
meðferðar á fæðingardeild Landsspít-
alans vegna fósturláta, og áreiðanlega
er ótalið margt af þeim konum, er
misstu fóstur i heimahúsum og voru
aldrei fluttar í sjúkrahús. 1 kona dó
af barnsförum á fæðingardeild Lands-
spítalans, 30 ára gömul og þriggja
barna móðir. Hafði verið gerður á
henni keisaraskurður fyrir 2 árum. Er
konan var i fæðingu að 4. barni sínu,
brast legið, og blæddi konunni mikið.
Gerður var holskurður í skyndi, en
konan dó af völdum blæðingarinnar
og losts. Barnið var andvana, er það
náðist.
Hafnarfj. Eftir skýrslum ljósmæðra
að dæma hafa fæðingar gengið yfir-
leitt vel, og læknar bæjarins hafa
ekki heldur getið um neinar sérstakar
fæðingaraðgerðir. Læknis er vitjað
hér til flestallra fæðinga til þess að
deyfa og skammta pitúitrín í einstök-
um tilfellum. Fullur helmingur fæð-
andi kvenna úr héraðinu elur börn
sin á fæðingardeild Landsspitalans,
og þangað eru vitanlega sendar allar
konur, sem ætla má, að gangi erfið-
lega að fæða. Fósturlát eru að vanda
fá á skýrslum ljósmæðra, en 15 sinn-
um hefur verið getið evacuatio uteri
á sjúkrahúsinu, og auk þess urðu
nokkur fósturlát í heimahúsum. í einu
sliku tilfelli, er ég var viðstaddur, var
um þríbura að ræða á 4. mánuði.
Akranes. 38 ára gift kona dó af
barnsförum; hafði átt 5 börn áður.
Sóttin fyrst í stað frekar lin, en harðn-
aði á útfærslutímabilinu. Þá komu
skyndilega einkenni um collaps (fölvi,
yfirlið). Var henni þá gefin glucose-
infusio og hún flutt á sjúkrahúsið. Þar
fékk hún duglega blóðgjöf, sem ekki
bar árangur. Var barnið þá tekið.
Konan var þá meðvitundarlaus og
komst ekki til meðvitundar eftir það.
Dó 45 mínútum eftir tangarfæðinguna.
Timalengd fæðingar alls 22+8 klst.
Hafði áður átt fremur litil börn, en
þetta var stórt, lengd 59 sm, þyngd
5500 g. Diagnosis sjúkrahúslæknis:
ruptura uteri?
Borgarnes. Eingöngu svæfingar og
einstöku pitúitrínsprautur. 1 dautt
fóstur. Ýmiss konar getnaðarverjur
munu notaðar af almenningi, en ekki
hef ég orðið var við nein fósturlát
þetta ár, og þess háttar aðgerðir hafa
ekki verið orðfærðar við mig.
Ólafsvikur. Allar mæður lifðu, en 1
stúlkubarn dó af fæðingartrauma (ten-
toriumrifa). Læknar tóku tvisvar á
móti barni í fjarvist ljósmóður. Himn-
ur sóttar einu sinni i svæfingu. Einu
sinni gerð episiotomia vegna stirð-
leiks i ytri fæðingarpörtum. Við fóst-
urlát (4) notað pitúitrín og einu sinni
ergometrín.