Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1952, Síða 130
1952
128 —
spítalans síðar á árinu. Önnur kona
var flutt í flugvél á fæðingardeild
Landsspitalans vegna fæðingarörðug-
leika. Var það frumbyrja, ein hinna
þýzku stúlkna, er komu til landsins
vorið 1949. Barnið var tekið með töng,
og lifðu bæði. 1 barn fæddist van-
skapað. Er það með héravör og klof-
inn góm, en mun vera hægt að leið-
rétta það að miklu leyti með hand-
læknisaðgerð.
Vestmannaeyja. Fæðingar aldrei
fleiri. 2 börn, tvíburar, fæddust blind.
Töldu augnlæknar, að um væri að
ræða cataracta. 1 barn fæddist hol-
góma og með skarð i vör. Þrisvar
var gerður keisaraskurður vegna: 1)
fyrirsætrar fylgju, 2) geðveiki kon-
unnar og 3) sóttleysi. Einu sinni var
gerð limun vegna sóttleysis, en fóstur
var áður dautt. Einu sinni töng vegna
sóttleysis. 5 fósturlát komu til aðgerða
á sjúkrahúsi, en ljósmæður geta engra.
Öllum konunum heilsaðist vel.
Eyrarbakka. 1 sinni töng.
V. Slysfarir.
Slysfaradauði og' sjálfsmorð á síð-
asta hálfum áratug teljast, sem hér
segir:
1948 1949 1950 1951 1952
Slysadau?5i 81 59 92 92 71
Sjálfsmorð 11 16 17 18 17
fívík. Slys urðu 26 manns að fjör-
tjóni á árinu, 10 frömdu sjálfsmorð,
og 1 féll fyrir hendi annars manns.
8 menn drukknuðu: 6 fórust ineð vél-
skipinu Eyfirðingi við Englandsstrend-
ur (hinn 7. búsettur í Dýrafirði og þvi
ekki talinn með hér); háseta tók út
af togara; 1 maður drukknaði, er tog-
ari sigldi smábát i kaf á ytri höfninni
i Reykjavik. 2 biðu bana í bifreiðar-
slysum: Maður féll af palli vörubif-
reiðar á Keflavikurflugvelli, höfuð-
kúpubrotnaði og dó á sjúkrahúsi hér;
4 ára stúlka varð undir bifreið á
Laugavegi og beið samstundis bana.
3 menn létust af áverka, er þeir hlutu
við að falla af hestbaki. 3 menn létust
af tréspírituseitrun. Drukku þeir frost-
lög, en eimuðu hann áður í þeirri trú,
að með þvi móti yrði hann hæfur til
tírykkjar. 2 þessara manna voru bræð-
ur. Formaður á vélbáti, er var við
veiðar undir Snæfellsnesi, lenti i tog-
vindu og slasaðist til ólífis. Gamall
maður fór út i grjótmulningstrekt,
varð þar undir og kafnaði. Ungur
maður var að logsjóða inni i tómum
geymi á benzínflutninffabifreið. Er að
var komið, var maðurinn örendur.
Hafði kviknað i geyminum, og var
likið mikið brunnið, en lcrufning
leiddi i ljós, að maðurinn hafði kafn-
að. Ungur maður, drukkinn, varð úti
í Vatnsmýrinni. 5 konur og 1 karl-
maður, allt fullorðið fólk, létust af
völdum meiðsla, er þau hlutu við
ýmiss konar byltur (2 höfuðkúpubrot,
1 hrygg- og höfuðkúpubrot, 1 rifbrot,
er leiddi til lungnabólgu, 1 framhand-
leggsbrot og 1 lærbrot, er bæði ollu
lungnaæðastíflu). Sjálfsmorðin voru
þannig framin: 4 með drekkingu (45
ára kona og 55, 47 og 32 ára karl-
menn), 2 með hengingu (51 og 41 árs
karlmenn), 1 með byssuskoti (47 ára
karlmaður), 1 með bifreiðargasi (39
ára karlmaður), 1 með morfíni (47
ára karlmaður), og 1 með fenemali
(68 ára karlmaður). 47 ára kona var
skotin til bana af geðsjúkum eigin-
manni sinum. Skaut hann sjálfan sig
á eftir.
HafnarfJ. Slysfarir voru með minna
móti á þessu ári. Barn á 4. ári varð
undir sorpbílnum og beið bana sam-
stundis. Barn, hér um bil mánaðar-
gamalt, kafnaði í vöggu sinni, lá örent
á grúfu, er móðirin vaknaði til þess
um nóttina. Enginn drukknaði að
þessu sinni. Vélstjóri á togara andað-
ist um borð úti á hafi fyrir Vestfjörð-
um af heilablæðingu. Nokkur minna
háttar beinbrot komu fvrir, auk smá-
meiðsla, sem eru daglegir viðburðir.
Akranes. 8 ára drengur drukknaði